is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21769

Titill: 
  • Á hraðferð í fæðingu : andleg líðan barnshafandi kvenna þar sem ekki er boðið upp á fæðingarþjónustu í heimabyggð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Mikil fækkun hefur verið á fæðingarstöðum hér á Íslandi síðastliðin ár. Hefur það orðið til þess að barnshafandi konur í dreifbýli þurfa oftar að sækja fæðingarþjónustu annað en í sinni heimabyggð. Fæðingar sem eiga sér stað á leið á fæðingarstað eru orðnar mun algengari síðan skráning þeirra hófst. Barnshafandi konur upplifa yfirleitt einhvern kvíða á meðgöngu sem er talið eðlilegt. Rannsóknir hafa þó sýnt að kvíði barnshafandi kvenna í dreifbýli virðist vera meiri en hjá konum í þéttbýli. Hafa þær áhyggjur af veðri, færð, hvort þær nái á fæðingarstað, aukakostnaði, aðskilnaði frá fjölskyldu og aðal stuðningsneti. Það má áætla út frá niðurstöðum fræðilega hlutans í ritgerðinni að kvíði hjá barnshafandi konum í dreifbýli muni aukast í kjölfar fækkunar á fæðingarstöðum á Íslandi. Tilgangur með verkefninu er að afla upplýsinga um andlega líðan barnshafandi kvenna sem þurfa að ferðast langa leið á fæðingarstað og setja fram rannsóknaráætlun um þetta efni. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með var svohljóðandi: Hvaða áhrif hefur það á andlega líðan kvenna á meðgöngu að ekki sé boðið upp á fæðingarþjónustu í þeirra heimabyggð? Eigindleg aðferðarfræði og fyrirbærafræðileg nálgun verður notuð í fyrirhugaðri rannsókn. Notast verður við tilgangsúrtak. Úrtakið verður 12 íslenskar barnshafandi konur á aldrinum 25-40 ára, bæði frum- og fjölbyrjur, sem búa í dreifbýli á Íslandi, þurfa að ferðast í hálfa klukkustund eða lengur á fæðingarstað og eru gengnar a.m.k. 27 vikur á leið. Gagna verður aflað með djúpum einstaklingsviðtölum. Leitað var að fræðilegum greinum á íslensku og ensku í gagnasöfnum Google Scholar, CINAHL (Ebsco Host) og PubMed.

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is a thesis towards a B.Sc. degree in nursing from the University of Akureyri. A big reduction in birthplaces has taken place here in Iceland in the last few years. It has resulted in pregnant women in rural areas more frequently have to seek perinatal care outside their local area. Births which occur en route to a birthplace have become more frequent since their registration started. Pregnant women generally experience some anxiety during pregnancy which is considered normal. Researches have shown that anxiety in pregnant women in rural areas is greater than in women in urban areas. They are worried about the weather, road conditions, if they can make it to a birthplace, additional expenses, separation from family and main support network. It can be estimated from the results of the theoretical part of the paper that anxiety in pregnant women in rural areas will increase following reduction of birthplaces in Iceland. The purpose of the thesis is to gather information on emotional well-being of pregnant women who need to travel a long way to a birthplace and to put forward a research proposal about that content. The research question that was used was as following: What effect will it have on emotional well-being in pregnant women that there is no perinatal care in their local area? Qualitative methodology and phenomenological approach will be used in the intended research. Purposive sampling will be used. The sample will be 12 Icelandic pregnant women at the age 25-40 years, both primigravida and multigravida, that live in rural Iceland, have to travel for half an hour or longer to birthplace and are at least 27 weeks pregnant. Data will be gathered with deep individual interviews. Theoretical researches both in Icelandic and English were searched for on databases Google Scholar, CINAHL (Ebsco Host) and PubMed.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21769


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2015 05 10 Guðbjörg, Sólveig og Þórdís, hreinsað.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna