is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21770

Titill: 
 • Líður einstaklingum með langvinna stoðkerfisverki betur ef þeir stunda reglulega líkamshreyfingu? : megindleg rannsókn meðal íslensks almennings
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli hreyfingar og þriggja breyta: truflunar vegna langvinnra stoðkerfisverkja á daglegt líf, heilsutengdra lífsgæða og verkjalyfjanotkunar einstaklinga með langvinna stoðkerfisverki. Stuðst var við megindlega aðferðafræði í rannsókninni. Gögn voru fengin úr doktorsrannsókn leiðbeinanda þessa verkefnis, Þorbjargar Jónsdóttur, á langvinnum verkjum meðal almennings á Íslandi. Rannsókn Þorbjargar náði til 4500 einstaklinga á aldrinum 20 til 70 ára, sem valdir voru með slembiúrtaki úr Þjóðskrá og þeim sendur spurningalisti í apríl og maí árið 2011. Gögnin sem skoðuð voru í þessu verkefni varða þá einstaklinga sem höfðu verið með langvinna stoðkerfisverki í þrjá mánuði eða lengur, samtals voru það 578 einstaklingar. Úrvinnsla gagna fór fram í tölfræðiforritinu Statistical Package for the Social Science (SPSS) úgáfu 20 en frekari greining og framsetning á gögnum fór fram í forritunum Microsoft Excel og Microsoft Word.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að tengsl voru á milli hreyfingar og allra breyta sem til skoðunar voru. Þeir einstaklingar sem hreyfðu sig meira fundu fyrir minni truflunum vegna verkja á daglegt líf, upplifðu betri andleg og líkamleg lífsgæði og mátu eigin líðan betri en þeir sem hreyfðu sig minna eða ekki. Einnig notuðu þeir sem stunduðu meiri hreyfingu minna af verkjalyfjum.
  Rannsakendur vonast til að rannsóknin auki skilning og þekkingu hjúkrunarfræðinga og almennings á tengslum hreyfingar við langvinna verki og þeirri skerðingu sem þeir geta valdið á líf einstaklinga. Einnig er vonast til að hjúkrunarfræðingar verði virkari í að benda skjólstæðingum sínum á mikilvægi hreyfingar í því skyni að að auka lífsgæði sem og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið og fyrir samfélagið í heild.

 • Útdráttur er á ensku

  This study project is a graduate thesis for a BS degree in nursing for the University of Akureyri. The main purpose of this study was to explore the relationship between excercise and three variables: Chronic pain interference on daily life, health related quality of life and the use of analgesics of people with chronic musculoskeletal pain. Quantitative research methods were used in the research. Data was aquired from the doctoral study of the instructor, Þorbjörg Jónsdóttir, on chronic pain amongst the general Icelandic public. Þorbjörg‘s study reached 4500 individuals of the age 20-70 years, that were choosen with a random sample from the National Registry of Iceland, and who were sent a questionnaire in April and May of 2011. Data used in this study involves individuals that had suffered chronic musculoskeletal pain for three months or more, in total 578 individuals. The program Statistical Package for the Social Science (SPSS) version 20 was used for analysis, but Microsoft Excel and Word were used for further analysis and presentation of the data.
  The results of the study showed a significant relationship between excercise and all three variables that were investigated. Individuals that excercised more had less interference of chronic musculoskeletal pain and they also had better health related quality of life. Also individuals that excercise more use less analgesics.
  Researchers hope that this study will further the understanding of nurses and the public on the association between excercise and chronic musculoskeletal pain and the negative impact pain can have on quality of life. We also hope that nurses will become more diligent regarding emphasizing the importance of excercise, in order to improve quality of life and decrease cost for both the healthcare system and the society as a whole.

Samþykkt: 
 • 1.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreyfing og langvinnir stoðkerfisverkir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna