is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21772

Titill: 
 • Bráðaofnæmi : hver er þekking hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraflutningamanna á greiningu og meðferð bráðaofnæmis á Íslandi? : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Markmiðið er að kanna þekkingu þriggja heilbrigðisstétta; hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraflutningamanna á greiningu og meðferð bráðaofnæmis. Bráðaofnæmi er vaxandi heilbrigðisvandi og lykilatriði er að heilbrigðisstarfsmenn séu í stakk búnir til þess að greina og meðhöndla vandamálið á skjótan hátt. Það getur bjargað mannslífum. Erlendar rannsóknir á þekkingu heilbrigðisstarfsmanna sýna fram á að þekkingu þeirra á bráðaofnæmi er ábótavant. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að mörg tilvik eru vangreind og vanmeðhöndluð. Í ljósi þess er tilefni til að kanna þekkingu hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraflutningamanna á Íslandi á bráðaofnæmi með sambærilegum hætti.
  Rannsóknarspurningarnar eru tvær og miða að því að kanna og bera saman þekkingu á bráðaofnæmi milli heilbrigðisstéttanna þriggja. Rannsóknin er lýsandi samanburðarrannsókn sem er hluti af megindlegri aðferðafræði rannsókna. Lagður er fyrir þátttakendur staðlaður spurningalisti á veraldarvefnum og svör þeirra greind m.t.t. íslenskra og alþjóðalegra klínískra leiðbeininga um bráðaofnæmi. Stefnt er að þátttöku sem flestra innan stéttanna óháð búsetu. Þekking heilbrigðisstarfsmanna á greiningu og meðferð bráðaofnæmis hefur ekki verið könnuð hérlendis, svo höfundar viti til. Kenning rannsakenda er að þekkingu hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraflutningamanna á Íslandi á greiningu og meðferð bráðaofnæmis sé ábótavant. Einnig að ekki sé marktækur munur á þekkingu á bráðaofnæmi milli heilbrigðisstéttanna.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a final thesis for a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The objective of the thesis is to determine the knowledge on diagnosis and treatment of anaphylaxis among three healthcare professions; nurses, doctors and emergency medical technicians (EMT´s). Anaphylaxis is a growing health issue which is vital for healthcare professionals to rapidly diagnose and treat. That can save lives. Research among healthcare professionals has revealed a deficit of knowledge on anaphylaxis. It has also been revealed that many cases of anaphylaxis are both underdiagnosed and undertreated. Based on these conclusions it is essential to measure knowledge among nurses, doctors and EMT´s in Iceland on this matter.
  The research questions are two, they aim to explore and compare knowledge on anaphylaxis among the three healthcare professions. The research is a descriptive comparative study which is a part of quantitative research methodology. A standardized questionnaire is sent to research participants through the Internet and the survey responses will be compared to national and international anaphylaxis guidelines. The aim is to reach to as many participants as possible unrelated to their location. The knowledge on diagnosis and treatment of anaphylaxis among healthcare professionals in Iceland has not been assessed to the best knowledge of the authors. The researchers hypothesis is that there is lack of knowledge on diagnosis and treatment of anaphylaxis among nurses, doctors and EMT´s in Iceland and that there is not a significant difference in knowledge on anaphylaxis between these healthcare professions.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 13.6.2019.
Samþykkt: 
 • 1.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bráðaofnæmi Hver er þekking hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraflutningamanna á greiningu og meðferð bráðaofnæmis á Íslandi Rannsóknaráætlun.pdf775.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna