is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2179

Titill: 
 • Þarf ég að læra alla þessa stærðfræði?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu lokaverkefni til meistaragráðu í menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er fjallað um stærðfræðikennslu- og nám í grunnskóla. Leitað er svara við spurningunni hvers vegna nauðsynlegt er að kenna stærðfræði í nútímasamfélagi og fjallað um nauðsyn umræðna í stærðfræðinámi sem eru mjög mikilvægar, sérstaklega fyrir stúlkur. Markmið verkefnisins er að skrifa læsilegan og fræðilegan texta fyrir foreldra og almenna kennara um stærðfræðinám- og kennslu. Verkefnið byggir á heimildavinnu auk 20 ára reynslu höfundar sem stærðfræðikennara í grunn- og framhaldsskóla.
  Til að varpa ljósi á nýjungar í stærðfræðikennslu- og námi er einnig litið yfir þróun í hugmyndafræði stærðfræðináms- og kennslu undanfarna hálfa öld og sérstök áhersla lögð á kenningar um hugsmíði og gagnrýna stærðfræði. Þar kemur meðal annars fram að börn læra með því að máta þekkingu sína við fyrri reynslu og nám er því félagslegt ferli en ekki afurð.
  Að lokum er ýtarlega gerð grein fyrir hugtakinu talnaskilningur, en hann er mjög mikilvægur í öllu stærðfræðinámi og í tengslum við hann er fjallað um þróun talnakerfa, almenn brot og hlutföll.
  Niðurstöður eru þær að stærðfræðinám sé nauðsynlegt fyrir alla sem lifa í samfélagi okkar daga. Það er meðal annars vegna þess að þeir verða að geta tekið á móti og unnið úr upplýsingum á gagnrýninn hátt og þá er lykilatriði að talnaskilningur sé góður. Nemendur eiga rétt á stærðfræðikennslu við hæfi sem vel menntaðir kennarar í stærðfræði og kennslufræði stærðfræðinnar sinna. Þeir eiga persónulegan rétt, lýðræðislegan rétt og samfélagslegan rétt á kennslu sem byggir á skilningi þeirra og getu. Það eru því mannréttindi nemenda að fá góða stærðfræðikennslu því hún eykur möguleika þeirra á að lifa fyllra og betra lífi í tæknivæddu samfélagi nútímans.

Athugasemdir: 
 • M.Ed. í náms- og kennslufræði
Samþykkt: 
 • 7.4.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristjan_lokaverk.pdf419.81 kBOpinnÞarf ég... - heildartexti PDFSkoða/Opna