en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/218

Title: 
  • Title is in Icelandic Betur má ef duga skal
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerðinni er fjallað um niðurstöður á athugunum sem gerðar voru í leikskóla í Reykjavík vorið 2006. Gerð var athugun á því hvernig stuðning fatlað barn fékk í leik og daglegum athöfnum og hvernig samskipti það barn átti við önnur börn í leikskólanum. Fylgst var með tæplega þriggja ára dreng með Downs-heilkenni. Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem gagna var aflað með þátttökuathugunum og opnu viðtali. Helstu niðurstöður eru þær að drengurinn var frekar utanveltu í leik og í samskiptum við önnur börn. Hann var ekki raunverulegur þátttakandi í leik þótt hann væri til staðar. Þær sem höfðu umsjón með stuðningi við drenginn voru hins vegar meðvitaðar um mikilvægi þess að styðja hann í leik og lögðu sig fram við það. Þær höfðu nám án aðgreiningar að leiðarljósi í sínu starfi. Ekki fékk hann þó alltaf þann stuðning í leik sem æskilegt hefði verið, t.d. vegna kaffitíma starfsfólks. Niðurstöðurnar gefa tilefni til að ætla að þörf sé á að skoða nánar þátttöku barna með þroskahömlun í leik og þann stuðning sem þau fá.

Accepted: 
  • Jun 19, 2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/218


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ritgerd.pdf138.67 kBOpenHeildarverkefniPDFView/Open