is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21805

Titill: 
  • Þegar varnir líkamans bresta : verkjastjórnun einstaklinga með brunaáverka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að afla upplýsinga um verkjameðferð einstaklinga með brunaáverka og í framhaldi af því að leggja fram rannsóknaráætlun til að kanna hvaða verkjameðferð getur skilað bestum árangri. Við fyrirhugaða rannsókn verður notuð megindleg rannsóknaraðferð og gagnasöfnun sem er stöðluð í íslenskri þýðingu á spurningalistanum American Pain Society Patient Outcome Questionnaire (APS-POQ-R) þar sem leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er besta mögulega verkjameðferð fyrir einstaklinga með brunaáverka?
    Úrtak fyrirhugaðrar rannsóknar verða einstaklingar sem hlotið hafa brunaáverka og legið hafa inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) eða Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) í a.m.k. einn sólarhring. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera á aldursbilinu 12-67 ára, búsettir á Íslandi, tala íslensku og hafa vitsmuni til að skilja rannsóknina og svara spurningalistanum.
    Einstaklingur með brunaáverka getur kennt mikils sársauka sem getur valdið mörgum fylgikvillum. Erfiðlega hefur tekist að verkjastilla þá einstaklinga og er það mikið vandamál. Verkjalyf eru aðalmeðferð einstaklinga með brunaáverka en mikilvægt er að nota viðbótarmeðferð samhliða til að veita árangursríkari verkjameðferð.
    Með fyrirhugaðri rannsókn vonast rannsakendur til að hjúkrunarfræðingar geri sér grein fyrir mikilvægi skilvirkrar verkjastjórnunar og að þekking aukist á eðli brunaverkja og meðferðum við þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of the planned research project is to gather information on the pain management of patients with burns and, subsequently, put forward a research plan to see which pain treatment will have the best results. During the research quantitative analysis will be used as well as data collection, which is standardized with the Icelandic translation of the questionnaire American Pain Society Patient Outcome Questionnaire (APS-POQ-R), and the research question will be: What is the best possible pain treatment for patients with burns?
    The sample group will consist of individuals who have suffered burns and have been patients for at least a day at either the Hospital in Akureyri (SAk) or Landspitali University Hospital (LSH). Requirements for participation are that patients be in the age criteria 12-67, have residence in Iceland, speak Icelandic, and have the mental ability to understand the research and answer the questionnaire.
    Patients with burns can experience severe pain which can cause numerous complications. Pain management has been difficult for these patients which is a big problem. Pain medication is the primary treatment for patients with burns but it is also important that adjuvant treatment is provided for a more effective pain management.
    The researchers hope that the results of the planned research project will provide nurses with a better understanding of the nature of pain associated with burns and how it can be treated more effectively.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 11.5.2016.
Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni- Aldís og Berglind 2015.pdf998,17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna