is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21806

Titill: 
  • „Við viljum koma til móts við þarfir íbúa“ : öflun og notkun hjúkrunarheimila á upplýsingum um íbúa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aldraðir eru stækkandi hópur í íslensku samfélagi. Lögum samkvæmt eiga aldraðir rétt á aðstoð til að búa við eðlilegt heimilislíf eins lengi og unnt er og jafnframt á þeim að vera tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Þess skal gætt að aldraðir hafi tækifæri til að hafa stjórn á sínum málum og fái að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Haga á skipulagi og rekstri öldrunarstofnana þannig að íbúar geti haldið sjálfræði sínu og háttum þannig að sem minnstar breytingar verði á aðstæðum þeirra. Með fjölgun aldraðra er líklegt að þörf fyrir þjónustu hjúkrunarheimila fari vaxandi og mikilvægt er að hún taki mið af einstaklingsbundnum þörfum og óskum íbúa. Tilgangur rannsóknarinnar er að leita svara við því hvernig hjúkrunarheimili og stofnanir með hjúkrunarrými afla upplýsinga um bakgrunn íbúa sinna, óskir þeirra og venjur og hvernig upplýsingarnar eru notaðar. Verkefninu er ætlað að svara eftirfarandi spurningum: 1) Að hvaða marki afla og nýta hjúkrunarheimili/stofnanir með hjúkrunarrými bakgrunnsupplýsingar um nýja íbúa? 2) Að hvaða marki afla og nýta hjúkrunarheimili/stofnanir með hjúkrunarrými upplýsingar um óskir íbúa varðandi daglegar venjur? Í úrtakinu voru öll hjúkrunarheimili og heilbrigðisstofnanir með langtíma legurými á Íslandi, eða 61 stofnun. Spurningalisti var sendur á einn tengilið á hverju heimili og bárust 37 svör sem gerir 61% svörun. Við rannsóknina var notast við megindlegt lýsandi rannsóknarsnið. Helstu niðurstöður voru að hjúkrunarheimilin sem svör bárust frá öfluðu öll upplýsinga um íbúa sína á einhvern máta. Alls öfluðu 86,5% heimilanna upplýsinga um bakgrunn íbúa og algengast var að þær væru nýttar til að kynnast íbúum betur og styrkja tengsl við þá. Nær öll heimilin, eða 97% öfluðu upplýsinga um daglegar venjur og óskir íbúa. Algengast var að þær upplýsingar væru nýttar til að koma til móts við þarfir og óskir íbúa.

  • Útdráttur er á ensku

    The elderly population in Iceland is ever growing. According to law, the elderly have a right to normal living circumstances and are guaranteed any institutional services that they may require. They must also enjoy the right to independent decision making and organising of their own personal affairs. Geriatric institutions should be organised so that residents maintain their autonomy and so that disruption of their circumstances is minimized. The increase of elderly citizens calls for expansion in the services of assisted living facilities. These services provided must aim towards meeting the individual needs and wishes of each and every resident. The purpose of this study is to find answers as to how nursing homes and any institutions involved in elderly care acquire information about residents‘ backgrounds and individual needs and this information is utilised. The following questions will be attempted to be answered: 1) To what extent do elderly care facilities gather and utilise background information about residents? 2) To what extent do elderly care facilities gather and utilise information about residents‘ wishes regarding daily routines. The sample of our study included all elderly care facilities in Iceland that provide long-term care, 61 total. A questionnaire was sent to one contact at each of them. Replies from 37 of them were received, a response rate of 61%. The study was based on quantitative descriptive research methods. Results showed that all the participants gather information about their residents to some respect. In total, 86,5% of them gathered information about residents‘ backgrounds. Mostly, this information was used to get to know and bond with the residents. 97% gathered information about wishes and routines. Most commonly, this information was used to meet residents‘ individual needs.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Við viljum koma til móts við þarfir íbúa.pdf830.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna