en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2180

Title: 
  • Title is in Icelandic Félagsráðgjöf, félagsauður og íbúalýðræði
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íbúa í tveimur hverfum Reykjavíkur og kanna afstöðu þeirra til nánasta umhverfis, hvað það er í huga þeirra sem skapar hverfi og félagsauð. Þá er spurt hvort félagsráðgjöf tengist félagsauði og íbúalýðræði? Rannsókn þessi fellur að þeirri hefð í félagsvísindalegum rannsóknum er kallast eigindleg rannsóknaraðferð. Tekin voru tíu viðtöl fólk sem annaðhvort býr og eða starfar í Árbæ eða Grafarholti. Niðurstöðum, rannsóknarinnar sýna, hvaða þættir það eru sem gefa viðmælendunum þá tilfinningu að þeim finnst þeir vera sáttir við hverfið sitt. Hvernig þeir upplifa að þeir tilheyri því og að þeir séu hluti af heild og leggi sitt af mörkum með þátttöku sinni og hvað þeim þykir mikilvægt að sé í hverfi svo það standi undir nafni. Af greiningu viðtala má draga þá ályktun að það er ekkert eitt atriði sem skapar félagsauð. Með hugtakinu íbúalýðræði er átt við að íbúar taki meiri þátt í ákvörðunum sem varða þeirra nánasta umhverfi. Reykjavíkurborg hefur reynt að skapa grundvöll fyrir íbúalýðræði með stofnun hverfisráða. Fyrstu hverfisráðin voru stofnuð 1. nóvember 2001. Í dag eru starfandi 10 hverfisráð í Reykjavík. Nátengt hugtakinu íbúalýðræði er félagsauður sem vísar til samskipta á milli einstaklinga og tengsla sem leiða til trausts og gagnkvæmra samskipta. Til að íbúalýðræði og félagsauður geti myndast þarf að eiga sér stað einhver virkni meðal íbúanna. Valdefling er leið til að auka félagsauð og íbúalýðræði. Rannsóknin leiðir í ljós að til að virkja íbúalýðræði er nauðsynlegt að valdefla íbúana en töluvert vantar upp á að íbúar hverfanna séu meðvitaðir um réttindi sín. Sömuleiðis má sjá að stjórnvöld þurfa að gera miklu meira af því að fræða íbúana og gefa þeim kost á að móta nánasta umhverfi sitt á lýðræðislegan hátt. Rannsóknir fræðimanna á þessu sviði hafa sýnt að íbúum líður mun betur í sínu hverfi ef þeim finnst þeir geta haft áhrif í veigamiklum málum sem varða sjálfa þá og nánasta umhverfi.

Accepted: 
  • Apr 7, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2181


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ella_Kristin_Karlsdottir_fixed.pdf1.01 MBOpenHeildartextiPDFView/Open