is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21811

Titill: 
  • ,,Ég kannski stunda einhverja svona geðrækt og veit ekki einu sinni af því‘‘ : viðhorf fólks til geðræktar, reynsla og ástundun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Geðrækt miðar að því efla vellíðan fólks og er talin hafa félagslegan og efnahagslegan ávinning á öllum sviðum samfélagsins. Það skiptir máli að sköpuð séu jöfn tækifæri fyrir alla þar sem tekið er tillit til ólíkra þarfa og takmarkana fólks til að hefja og viðhalda heilbrigðum lifnaðarháttum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf fólks til geðræktar ásamt því að varpa ljósi á reynslu þess og þætti sem hafa áhrif á ástundun. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver eru viðhorf fólks til geðræktar, hver er reynsla þess og hvaða þættir hafa áhrif á ástundun? Rannsóknin var eigindleg og gagna aflað með einum rýnihóp og þremur einstaklingsviðtölum. Stuðst var við opinn, óstaðlaðan viðtalsramma með sex spurningum. Alls tóku átta einstaklingar þátt, allt konur í háskólanámi á aldrinum 23 til 43 ára. Umræður og viðtöl voru afrituð orðrétt, kóðuð og greind í þemu. Þrjú meginþemu urðu til: Að takast á við lífið, Vellíðan og Geð-hvað? Þátttakendur töldu flesta sækjast eftir vellíðan og rækta eigið geð að einhverju leyti. Yfirleitt væri það ómeðvitað og ekki fyrr en á reyndi að fólk hugsaði um það meðvitað. Geðrækt væri einstaklingsbundin og mismunandi hvað fólk gerði til að líða vel og efla eigin geðheilsu. Tækifæri í umhverfinu hefðu áhrif á val og ástundun geðræktar. Geðrækt gat komið að gagni við að viðhalda eða efla geðheilsu, sem bjargráð og að takast á við lífið almennt. Þátttakendur upplifðu hugtakið geðrækt jákvætt en flestir töldu almenning ekki skilja það auk þess sem orðið geð gæti virkað fráhrindandi. Þörf væri á frekari umræðu um það auk gagnsemi geðræktar. Mikilvægt er að fólk hugi meðvitað að geðrækt og að stjórnvöld takið mið af viðhorfum og reynslu fólks í geðheilbrigðisstefnu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of mental health promotion is to enhance people’s wellbeing and it is thought to have social and economical benefits on all aspects in society. It is of a great importance to create equal opportunities, taking into consideration people’s diverse needs and limits, to start and maintain a healthy lifestyle. The purpose of this study is to discover people’s attitude regarding mental health promotion as well as to gage their experience and what might be affecting factors. The proposed research question was: What are people’s attitudes towards mental health promotion, what is their experience and what might affect their engagement? A qualitative approach was used in this study and data was collected with a focus group and three individual interviews. An open non-structured interview frame with six questions was used. There were eight participants, all women age 23 to 43 years old. The discussions and interviews where transcribed, coded and theme analyzed. Three main themes emerged: Dealing with life, Wellbeing and Mental-what? Participants believed that most people pursue wellbeing and engage in some kind of mental health promotion. However, more often than not, they do not do so consciously until something trying occurs. It varied between people what they did to feel good and to enhance their wellbeing. Environmental factors could affect people’s options and whether or not they engaged in mental health promotion. Participants perceived mental health promotion as positive but were not sure if the public would fully grasp its meaning or think it to be positive. It was believed important to open up a public dialog on how everyone has a mental health and therefore on how everyone can benefit from promoting it. It is important that people consciously pursue mental health promotion and that authorities take people’s attitudes and experience into account in mental health policy making.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf-fólks-til-geðræktar-BS-Helena, Pattý og Rakel - Skemman.pdf919.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna