is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21812

Titill: 
  • Máttur hugans : dáleiðsla sem heildræn meðferð með áherslu á barneignarferlið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Megintilgangur hennar er að kanna hvort dáleiðsla geti bætt líðan kvenna með barn á brjósti og þannig aukið jákvæð tengsl milli móður og barns. Þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á því sviði verður sýnt fram á nytsemi dáleiðslu sem hjúkrunarmeðferð og kostum hennar í barneignarferlinu. Þannig er efnið tengt við þau vandkvæði sem geta átt sér stað í brjóstagjöfinni. Markmiðið er að auka víðsýni heilbrigðisstarfsfólks og almennings þegar kemur að heildrænum meðferðum. Dáleiðsla hefur verið notuð í mörg hundruð ár sem meðferð við ýmsum kvillum. Kostir dáleiðslu eru margvíslegir og meðal annars er vert að nefna að dáleiðsla er aukaverkanalaus og hvetur til sjálfshjálpar. Rannsóknir á dáleiðslu hafa sýnt fram á gagnsemi hennar við kvíða, þunglyndi, verkjum og fleiri heilsufarsvandmálum. Í barneignarferlinu hefur dáleiðsla verið notuð við verkjum í fæðingu og hefur sýnt fram á bætta upplifun kvenna af fæðingunni. Sett var fram tillaga að rannsókn, sem byggð er á eigindlegum rannsóknaraðferðum. Byggist hún á djúpum einstaklings viðtölum við konur sem hefur verið vísað til rannsakenda af ung- og smábarnavernd. Tekin verða tvö viðtöl, eitt í upphafi og annað eftir íhlutun. Áætlað er að taka viðtöl við um 15-20 konur. Með slíkri rannsókn vonumst við til að sýna fram á hvort dáleiðsla nýtist við brjóstagjöf. Einnig er það von okkar að hafa jákvæð áhrif á viðhorf heilbrigðisstarfsfólks og almennings þegar kemur að heildrænum meðferðum.

  • Útdráttur er á ensku

    This research plan is a final thesis, which is a part of a B.S. degree in nursing, at the University of Akureyri. The purpose of this research plan is to determine whether hypnosis can improve the well-being of women who are breastfeeding and increase the positive bonding between mother and child. The purpose of this literature review is to demonstrate the usefulness of hypnosis as a nursing intervention and its benefits in the childbearing process. In this manner the topic of this research plan is connected to problems that can occur during breastfeeding. The objective is to contribute to broadening the horizon of health professionals and the public when it comes to holistic treatments. Research into the field of hypnosis has found it to be useful in regard to anxiety, depression, pain and other health problems. In the childbearing process hypnosis has been found to be useful when dealing with labour pain, It has also promoted a better experience for women during labour. Hypnosis has been used for hundreds of years as a treatment for various ailments. Advantages of hypnosis are multiple, the most important of which is that it is completely free of side-effects, as well as it promotes incentives for self-help. Hypnosis has been investigated in many fields but no research has been conducted in conjunction with breastfeeding. The Authors presented a plan for this research, it is based on qualitative research methods with two deep interviews with women who have been referred to the researchers from health care center for infants and pre-school children. These interviews would take place at two time intervals, the former being at the beginning of the study and the latter after the intervention has taken place. It is estimated to interview approximately 15-20 women. With this research we hope to demonstrate whether hypnosis can be used during breastfeeding. It is also our hope that the attitude of health professionals and the public will change for the better when it comes to holistic treatments.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Máttur hugans.pdf801.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna