Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21813
Verkefnið er heimildasamantekt ásamt nýsköpun. Tilgangur þess var að skoða hvaða þættir ýta undir eða hindra að fötluð börn séu virkir þátttakendur í eigin lífi og hvað býr þau undir fullorðinsárin, auk þess að nota nýsköpun til að koma til móts við þá þörf sem kom í ljós við heimildasamantekt. Í verkefninu var horft til hugmyndafræði valdeflingar og fjölskyldumiðaðrar nálgunar og leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða þættir hafa áhrif á lífsleikni fatlaðra barna? Hvernig má stuðla að aukinni lífsleikni fatlaðra barna og miða að undirbúningi fullorðinsára? Heimildasamantektin sýndi fram á að börn þróa með sér lífsleikni í gegnum þátttöku í daglegum athöfnum og fötluð börn fá sjaldnar en jafnaldrar tækifæri til þátttöku vegna hindrana í umhverfinu sem geta meðal annars verið innan fjölskyldu. Til að efla lífsleikni og undirbúa fötluð börn undir fullorðinsárin þarf að stuðla að þátttöku þeirra og veita þeim tækifæri til þess að prófa nýja hluti. Þar sem lífsleikni og sjálfsmynd barna verður fyrst fyrir áhrifum innan heimilisins er mikilvægt að sjá foreldrum fyrir upplýsingum og þekkingu á mikilvægi þess að efla þátttöku og lífsleikni fatlaðra barna. Það má gera með fræðslu og upplýsingum en foreldrar hafa bent á skort á upplýsingaflæði í þjónustu við fötluð börn. Niðurstöður voru nýttar til að hanna vefsíðu og smáforrit sem miðar að því að styðja foreldra fatlaðra barna við að skapa þeim tækifæri til þátttöku. Ennfremur stuðlar nýsköpunin að bættu upplýsingaflæði til foreldra og veitir þeim aukið tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir varðandi heilsu og velferð barna.
This project is a literature review with innovation. The purpose was to see what affects children with disabilities in participating in daily activities and supports transitioning to adulthood, also to use innovation to bridge the gap found in the literature review. The theoretical background of the project was empowerment and family-centered approach and the aim was to answer the research questions: What influences life skills of children with disabilities? How to increase life skills among children with disabilities and support transition to adulthood? The literature review concluded that children develop life skills by participating in daily activities, children with disabilities however commonly do not get the same opportunities to participate due to barriers in the environment, including within the family. Parents have pointed out the lack of information from those responsible for administering services to their children and since the home is the first influential factor of self-image and life skills it is important that parents have the necessary knowledge and skills to cultivate the life skills of their children. That can be done by informing parents of the importance of providing children both with opportunities and encouragement to participate in daily activities. The innovation includes a website and an application (i.e. app) for mobiles or tablets designed to support parents in providing their children with opportunities to participate. The innovation also makes the information, needed for parents to take well informed decisions regarding the health and wellbeing of their children, convenient and accessible.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Færni Fjölskylda Framtíð.pdf | 1.51 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
heimildaskrá.pdf | 316.16 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |