is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21815

Titill: 
 • Er hjúkrunarstýrð heilbrigðisþjónusta framtíðarverkefni á Íslandi? : hversu hagkvæm er hún og hvaða gildi hefur innleiðing hennar fyrir hjúkrun?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi heimildarsamantekt er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur greinargerðar er að fjalla um hjúkrunarstýrða þjónustu, sérhæfða hjúkrunarmenntun á því sviði, árangur hjúkrunarstýrðrar þjónustu metin í öðrum löndum og hvort innleiðing á slíkri þjónustu sé raunhæfur kostur fyrir íslenskst heilbrigðiskerfi. Hendur hjúkrunarfræðinga á Íslandi eru bundnar vegna skerðingar á réttindum sem hindrar þá í að þjónusta skjólstæðinga sína til fulls. Læknaskortur er í heimilislækningum þrátt fyrir að lög kveði á um að heilsugæsla eigi að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Styrkja þarf því stöðu hjúkrunar á Íslandi með það að leiðarljósi að leyfa henni að þróast í takt við það endurskipulag heilbrigðisþjónustunnar sem ríkisstjórnin hefur þegar hafið úrbætur á.
  Við heimildaleit var notast við gagnasöfnin Cumulative Index to Nursing and Allied Health Literature (CHINAL/EBSCO Host), ProQuest, Google Scholar, bækur og aðrar greinar sem höfundur fann við lestur tímarita og rannsókna. Leitast var við að nota heimildir birtar á árunum 1998-2015. Höfundur ræddi einnig við tvo hjúkrunarfræðinga sem hafa mikla reynslu og starfa við sérhæfða hjúkrunarþjónustu. Einnig var haft samband við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og sendur spurningalisti til þeirra til að fá útskýringar á ýmsum viðfangsefnum sem voru óljós. Með þessum viðtölum vildi höfundur dýpka skilning sinn á viðfangsefninu og fá betri sýn í þann málaflokk hérlendis. Við heimildaleit og lestur á rannsóknum sem gerðar hafa verið um viðfangsefnið komu í ljós vísbendingar um að hjúkrunarstýrð þjónusta er alveg jafn árangursrík og jafnvel betri kostur en hefðbundin læknisþjónusta. Innleiðing hennar henti því vel í þeim löndum þar sem er læknaskortur.

 • Útdráttur er á ensku

  The following thesis is a final essay in the Bachelor of Science program in nursing at the Univerity of Akureyri. The purpose of the article is made to discuss nurse-led services, specialized nursing education in that area, assessing the performance in other countries and whether the implementation of such services is a viable option for Icelandic Health Care System. The hands of Icelandic nurses are constrained due to lack of rights that prevents them to fully service their clients. Lack of doctors in primary care despite the law requires that health care should be the first point of the patients. The position of nursing needs to be strengthened by with a view to allowing it to evolve in line with the re-organized health care that the government has already begun improvements in.
  The following databases were used for reference purposes: Cumulative Index to Nursing and Allied Health Literature (Chinas / EBSCO Host), ProQuest, Google Scholar, books and other articles found when studying journals and research studies. The references used were mainly from between the years of 1998-2015. The author of this essay also conducted interviews with two nurses who have extensive experience and work in advanced nurse practice. Author also contacted the Icelandic Nurses' Association and sent a questionnaire to them to get clarification on various issues that were unclear. Through these interviews the author wanted to deepen his understanding of the subject and get a better understanding of the issue in Iceland. The collection of references that was optained, as well as by comparing different research studies on the subject, revealed that nurse-led services is just as effective and even better choice than traditional medical services. Its introduction is well suitable in the countries where there is a shortage of doctors.

Samþykkt: 
 • 1.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S. ritgerð á pdf..pdf488.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna