is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21825

Titill: 
  • Hin mörgu svið samfélagsmiðla : mikilvægt tól við sköpun sjálfsmyndar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð til B.A. gráðu í nútímafræði er fjallað um hvernig sjálfið og sjálfsmynd fólks mótast. Til grundvallar eru hugmyndir manna á borð við Sigmund Freud, C.H. Cooley, G.H. Mead og Erving Goffman notaðar. En þær fjalla um það hvernig sjálfið og sjálfsmynd einstaklinga mótast, þroskast og breytist í samspili við samfélagið og formgerð þess samhliða þeim forsendum sem samfélagið leggur okkur til grunvallar, allt eftir stöðu okkar innan samfélagsins. Með tilkomu tækninýjunga á borð við tölvur, Internetið, snjalltæki og samfélagsmiðla hafa samskiptamátar manna gjörbreyst. Það er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort Internetið og samfélagsmiðlar hafi áhrif á sjálfsmótun einstaklinga og þá hvort þau áhrif séu neikvæð eða jákvæð. Internetið bíður hverjum þeim, sem hefur aðgang að því, kost á að taka þátt í flóknu ört vaxandi samfélagi þar sem erfitt getur verið að gera sér grein fyrir hvern maður á í samskiptum við og á hvaða forsendum. Internetið býr yfir ýmsum hliðum, bæði jákvæðum og neikvæðum og virðst það fara að miklu leiti eftir eðli einstaklinga sem og því baklandi sem þeir búa við hvort upplifun þeirra á Internetinu hafi góð eða slæm áhrif á sjálfsmótun þeirra. Í flestum tilfellum virðist Internetið vera uppspretta ýmissa tækifæra, þar geta einstaklingar mátað ólík hlutverk, sótt í félagskap og viðurkenningu annara auk þess að hafa aðgang að því alþjóðaþorpi sem einkennir samskipti manna í auknum mæli. Að því leiðir að þar sem sjálfið og sjálfsmynd einstaklinga mótast í samskiptum okkar við aðra og af þeim skilaboðum sem við fáum frá samfélagi okkar er ekki hægt að neita því að Internetið og samfélagsmiðlar hafa áhrif á sjálfsmótun einstaklinga. Það fer síðan að miklu leit eftir eðli einstaklinga hvort Internetið hafi slæm eða góð áhrif á sjálfsmótun þeirra. T.d. hvort þeir eigi við einhver geðræn- og/eða félagsleg vandamál að stríða sem og sú kennsla og fræðsla sem þeir hljóta frá nánast umhverfi sínu, þar sem rannsóknir hafa sýnt að þeir einstaklingar sem eigi að einhverju leiti erfitt fyrir sem lenda frekar í erfiðleikum á Internetinu og eiga erfiðara með vinna úr þeim erfiðleikum þannig að ekki hljótist skaði af þeim.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_gudnylara_2015_final.pdf622.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna