is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21826

Titill: 
  • Er kynjaslagsíða í staðbundnum miðlum? : rannsókn á hlutfalli kvenna sem viðmælendum í vikublöðunum á Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að skoða kynjahlutfall í svokölluðum opnuviðtölum í staðbundnum miðlum. Ákveðið var að gera rannsókn á hlut viðmælenda í vikublöðunum á Akureyri. Gerð var rannsókn á hlutfalli kynjanna í opnuviðtölum í Akureyri Vikublaði og Vikudegi. Í ljós kom að það hallar á hlut kvenna í þessum miðlum. Einnig var innihald viðtalanna skoðað, hvað efnistök varðar. Hlutfallið var einnig skoðað á hvorum miðli fyrir sig. Fyrri rannsóknir um konur og fjölmiðla hér á landi voru skoðaðar í þessu samhengi og fjallað almennt um hlutverk fjölmiðla í nútímasamfélögum. Einnig er fjallað um sögu íslenskra staðarmiðla og hlutverk þeirra. Rannsóknin á opnuviðtölunum var gerð á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Í úrtakinu voru samtals 95 blöð, 48 blöð frá Vikudegi og 47 frá Akureyri Vikublaði. Ákveðið var að taka einungis fyrir opnuviðtöl og því var 12 blöðum frá Akureyri Vikublaði sleppt við greininguna vegna þess að engin opnuviðtöl voru í þeim eintökum. Í þessari ritgerð er greint frá niðurstöðum þessarar rannsóknar og eru þær helstar að það hallar á konur því það eru síður tekin viðtöl við þær, í opnuviðtölum, en karla. Þegar staðarblöðin eru tekin saman er hlutfallið 32% konur og 68% karlar en þegar hvor miðill fyrir sig er skoðaður kemur í ljós að hlutfallið er ívið betra fyrir konur hjá Akureyri Vikublaði en Vikudegi.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this study was to research if sexist bias existed in so called feature interviews in local media. It was decided to research news subject by gender in two weekly local newspapers in Akureyri. Research was done on sexist bias on feature interviews in Akureyri Vikublað and Vikudagur. The results indicates that there are not equal amount of interviews by gender. The subject of the interviews was also researched. The newspapers was also analysed independently. The study analyses earlier research about womens participation in the Icelandic media and addresses the function of mass media in modern society. The study also analyse the story of local newspapers and their function in local communities. The research of the feature interviews was conducted from 1st of January 2014 until 31th of December 2014. In the sample were 95 papers, 48 from Vikudagur and 47 from Akureyri Vikublað. It was decided to research only feature interviews of the newspaper and because of that 12 papers from Akureyri Vikublað were excluded in the analysis. This essay addresses the result from this research, the main result is that women feature interviews are fewer issue than men. In both newspapers the ratio is 32% womens and 68% mens. When the papers are analysed interpedently the margin is smaller in Akureyri Vikublað than in

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-yfirlesin-loka.pdf979.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna