is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21827

Titill: 
  • Öllu valdi fylgir ábyrgð : íslenskt mál og ábyrgð fjölmiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meðferð tungumálsins á fjölmiðlum hefur mikið verið til umræðu að undanförnu og þykir mörgum það hafa versnað. Hraði í fréttaflutningi hefur aukist heilmikið og á sama tíma virðist hafa dregið úr kröfum um vandað málsnið. Í þessari rannsókn var rætt við talsmenn nokkurra íslenskra fjölmiðlafyrirtækja og spurst fyrir um þær kröfur sem gerðar eru til málfars og málnotkunar á miðlunum. Spurningar voru samdar í samræmi við íslensku málstefnuna sem samþykkt var á Alþingi árið 2009. Athugað var hvort íslensk málstefna hefði áhrif á vinnubrögð fjölmiðla og hvort fjölmiðlar telji sig sinna ábyrgðarhlutverki gagnvart íslenskunni.
    Helstu niðurstöður sýndu að fjölmiðlar telja sig hafa misjöfnum skyldum að gegna þegar kemur að málfari. Allir leggja þeir áherslu á vandað mál, þó það sé skilgreint á ólíkan hátt milli miðla. Mismunandi kröfur eru gerðar til málnotkunar eftir eðli miðils og umfjöllunarefnis og ekki eru gerðar sömu kröfur um málsnið á efni fyrir ungt fólk og efni fyrir eldra fólk.

  • Útdráttur er á ensku

    The use of language in the media has recently been a popular topic of discussion in society. Online media has increased the quantity of news content, and at the same time reduced demands for high-quality linguistic register. In this study, the issue was discussed with employees of several media groups. Questions were written in terms of the Icelandic language policy, which was adopted in 2009. The practice of journalism was examined in terms of the policy, as well as whether the media considers itself responsible towards the language in some way.
    The main results showed that media groups have different experience regarding the language. The standard of language in all media groups is high, although they have different definitions of the concept. The requirements also have to differ based on the nature of the media
    and the topic as well as the age of the indented reader.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21827


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BALokaverkefni_OlluValdiFylgirAbyrgd_HordurThorhallsson.pdf420,91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna