is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21828

Titill: 
 • Frá iðnaði til ferðaþjónustu : rannsókn á atvinnulífi og íbúaþróun í Skútustaðahreppi haustið 2014
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Skútustaðahreppur er sveitarfélag með viðvarandi fólksfækkun. Íbúafjöldi sveitarfélagsins náði hámarki árið 1983 en íbúum fækkaði um 30% frá 1983 til 1. janúar 2015. Höfundur þessarar skýrslu gerir grein fyrir fækkun íbúa sveitarfélagsins og fjallar um fyrri greiningar á atvinnulífi sveitarfélagsins. Tilgangur verkefnisins er að kortleggja atvinnulífið og atvinnugreinaskiptingu í Skútustaðahreppi og hvort það geti haft áhrif á íbúaþróun sveitarfélagsins. Tölfræðiforritið SPSS –Statistical Package for the Social Sciences var notað til úrvinnslu gagna.
  Lögð var póstkönnun fyrir alla íbúa Skútustaðahrepps sem höfðu náð 18 ára aldri, 301 talsins, og var svarhlutfallið 58,1%. Rannsóknin leiddi það í ljós að ferðaþjónusta og landbúnaður er stærstu atvinnugreinarnar í sveitarfélaginu. Ungt fólk vinnur helst við ferðaþjónustu og virðist vera mikil hreyfing innan atvinnugreinarinnar á meðan fólk eldra en 40 ára starfar helst við landbúnað. Nokkur kynjaskipting var á milli starfa þar sem karlar starfa í mun meiri mæli við landbúnað og iðnað heldur en konur en þær sóttu frekar í störf á borð við ferðaþjónustu, verslun og fræðslustarfsemi. Íbúum svæðisins fjölgaði um 6,5% frá 1. janúar 2014 – 1. janúar 2015 og eru íbúarnir almennt bjartsýnir á að atvinnuástand fari batnandi á komandi árum.

 • Útdráttur er á ensku

  Skútustaðahreppur is a municipality with decreasing population. The population of the municipality reached its high peak in 1983 but has decreased around 30% from 1983 to 1. January 2015. The author of this research talks about this decreased population in the municipality and former analysis of the economic life in the municipality. The purpose of this research is to analyze the economic life and industries in Skútustaðahreppur and see if the economic life can influence the population of the municipality. SPSS – Statistical Package for the Social Sciences was used to analyze the data.
  A mail survey was sent to everyone above the age of 18 in the municipality, 301 in total, and the response rate was 58,1% This research showed that tourism and agriculture where by far the biggest industries in the municipality. Young people mostly works in tourism and the data indicates that there is much mobility in the industry while people over the age of 40 mostly work in agriculture. There is much different in gender rate among the industries where men works much more industrial work and in agriculture than women while women works more in tourism, shop service and education than men. The population of the municipality did increase by 6.5% from 1. January 2014 – 1. January 2015 and the residents are optimistic that the condition of employment will improve over the next few years.

Samþykkt: 
 • 1.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefni - Kristinn Björn Haraldsson.pdf2.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna