is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21829

Titill: 
 • „Halló, heyrist í mér?" : staða kvenna í útvarpi á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessa verkefnis er að reyna varpa ljósi á stöðu kvenna í íslensku útvarpi og komast að því hvers vegna konur eru töluvert færri en karlar bæði sem starfsmenn í dagskrárgerð og/eða sem viðmælendur í fjölmiðlinum.
  Þrjár mismunandi aðferðir voru notaðar til að kanna kynjahlutfallið í útvarpi á Íslandi. Fyrst greindi höfundur kynjahlutföll í útsendingu helstu útvarpsstöðva á Íslandi á ákveðnu tímabili; Rásar 1, Rásar 2, Bylgjunnar, FM957, K100 og X977.
  Því næst voru tekin viðtöl við dagskrárstjóra tveggja helstu útvarpsmiðla á Íslandi, Bylgjunnar og Rásar 2, til að fá þeirra álit á þeirri niðurstöðu sem rannsóknin leiddi í ljós. Fyrra viðtalið var tekið við Ívar Guðmundsson dagskrárstjóra Bylgjunnar og það síðara við Frank Hall dagskrárstjóra Rásar 2.
  Að lokum fengust fjórar núverandi og fyrrverandi útvarpskonur til að svara spurningalista á tölvutæku formi sem innihélt opnar spurningar m.a. um upplifun þeirra á að starfa við útvarp sem og mögulega ástæður þess að konur starfa síður og heyrast minna í útvarpi en karlar.
  Helstu niðurstöður verkefnisins eru á þá leið að breyta þurfi verklagi við ráðningar inn á útvarpsmiðla. Einnig þurfi að fjölga konum í útvarpi svo mýtan um að “kvennraddir hjómar verr en karlaraddir” deyji út og vaninn verði sá að eðlilegt teljist að kvennraddir heyrist jafnt á við karla í útvarpi. Að lokum þurfa konur að vera óhræddar við að koma sér á framfæri og vera öruggari á að gefa kost á sér í viðtöl.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this project is to shed a light on the situation of women in the Icelandic Radio and find out why women are considerably fewer than men both as employees and/or as an interviewee.
  Three different methods were used to examine the gender ratio in radio in Iceland. First the author analysed the gender ratios in the main radio stations in Iceland during a certain period of time; Rás 1, Rás 2, Bylgjan, FM957, K100 and X977. Then interviews were conducted with directors of two main radio stations in Iceland, Bylgjan and Rás 2 to get their opinion on the outcome of what the study revealed. The previous interview was taken with Ívar Guðmundsson a director of Bylgjan and the latter interview was with Frank Hall director of Rás 2. Then four current and former working women in radio were asked to answer a questionnaire of open questions via email, including questions about their experience on working in radio and about the reasons why women are fewer in this area of work and why women are less heard off on the radio than men.
  The main results of the project are that adjustments need to be done while hiring new employees in radio broadcasting. Also it needs to increase the number of women in radio so that the myth that “female voices sounds worse than male voices” will vanish. Finally, women need to be unafraid to promote themselves in the media and be more confident being interviewed.

Samþykkt: 
 • 1.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21829


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð.pdf967.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna