is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21830

Titill: 
  • Málefni landsbyggðarinnar með augum háskólanema á Íslandi : rannsókn á viðhorfum nemenda við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri til byggðamála
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að fá mynd af viðhorfum háskólanema í tveimur mismunandi skólum, Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri, til byggðamála og einnig á að greina hvort viðhorfsmunur sé á almennri umræðu gagnvart landsbyggðinni, fréttaflutningi eða flutningi opinberra stofnana til landsbyggðar. Svör voru einnig skoðuð út frá búsetu og uppeldisstað nemenda. Í upphafi ritgerðar eru tekin fyrir ýmis málefni sem varða alla landsmenn, en sá póll er tekinn í hæðina að greina þau út frá byggðafræðilegu sjónarmiði og því hvernig þau horfa við í byggðum landsins. Sendur var tölvupóstur með slóð á vefkönnun til allra nemenda í grunnnámi við háskólana tvo. Alls var 8324 nemendum boðin þátttaka, 6945 úr Háskóla Íslands og 1379 úr Háskólanum á Akureyri, en 990 tóku þátt eða 12%. Í rannsókninni kom meðal annars fram að 50% nemenda Háskólans á Akureyri finnst almenn umræða gagnvart landsbyggðinni vera neikvæð en 34% af nemendum Háskóla Íslands eru sama sinnis. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að 32% nemenda Háskóla Íslands finnst fréttaflutningur af málefnum landsbyggðar vera neikvæður og 49% nemenda Háskólans á Akureyri finnst slíkt hið sama. Nemendur beggja skóla eru almennt fylgjandi því að flytja eigi opinber störf frá höfuðborgarsvæði til landsbyggðar, en nemendur Háskóla Íslands svöruðu í 43% tilvika á þann hátt og 62% nemenda Háskólans á Akureyri. Nemendur beggja skóla eru sammála um að mikilvægt sé að stofna opinbera þjónustu á landsbyggðinni og greinist enginn marktækur munur milli viðhorfa nemenda gagnvart því málefni.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to get an idea of difference in opinion between university students in two different universities in the country, the University of Iceland and the University of Akureyri, regarding regional development. Furthermore the purpose is to determine whether opinions differ in issues regarding public debate about rural regions, media reporting or transfer of jobs in the public sector from the capital to rural regions. The replies were also examined from the point of view of the students current residence and place of up-bringing. The beginning of the thesis addresses various issues concerning the whole of Iceland, and analyzes them from the rural point of view and how they appear to the inhabitants of the rural regions. All undergraduate students in both the aforementioned universities received an email with a link to an online survey. A total of 8324 students were invited, 6945 students from the University in Iceland and 1379 students from the University of Akureyrin and 990 participated, or 12%. This study shows, among other things, that 50% of students at the University of Akureyri think the general debate is negative towards rural issues and 34% of students at the University of Iceland have the same opinion. The study also reveals that 32% of students at the University of Iceland find media reports of rural issues negative and 49% of students at the University of Akureyri feel the same way. Students at both schools are generally in favor of transferring official work from the capital region to the rural regions. 43% of students in the University of Iceland answered in that way, and 62% of students at the University of Akureyri. Students at both schools agree that it‘s important to establish public services in rural areas and no notable differences between opinions were detected therein.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin tilbúin.pdf2.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna