Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/21831
Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er að skoða ensk áhrif á íslensku; hversu mikil þau eru og á hverja þau hafa mest áhrif. Einnig verður fjallað um hvað hægt sé að gera til þess að viðhalda íslenskunni á sem bestan hátt.
Orðaforði tungumála er skoðaður sérstaklega; hvernig hann kemur til og hvernig hann þróast. Stærstur hluti ritgerðarinnar er þó helgaður erlendum áhrifum á tungumálið og þá sérstaklega enskum áhrifum. Sjónum er sérstaklega beint að þeim ensku áhrifum sem börn og unglingar verðar fyrir enda eru þau viðkvæmust fyrir utanaðkomandi áhrifum. Barnaþættirnir um Dóru landkönnuð og Diego frænda hennar eru skoðaðir sérstaklega en einnig er fjallað um hina miklu framför í upplýsingatækni; hvort tveggja stuðlar að enskunotkun barna og unglinga. Síðast en alls ekki síst er fjallað um varðveislu tungumálsins og hvað hægt sé að gera til þess að draga úr erlendum áhrifum, slettum og slangri, og hvernig við getum sem best viðhaldið tungunni.
Helstu niðurstöður eru þær að enskan sé allt í kringum okkur og að besta leiðin til þess að verjast áhrifum hennar sé því að fjölga því efni sem í boði er á íslensku. Til dæmis mætti stilla tæki og tól á íslensku og auka þar með líkurnar á því að íslenskan verði notuð í því samhengi fremur en enska. Þá mætti sleppa enskunni í þáttunum um Dóru og Diego enda eru þetta litríkir og skemmtilegir þættir og lærdómsgildið væri enn talsvert þótt þeir yrðu íslenskaðir að fullu. Varðveisla íslenskunnar er mikilvæg og ætti að snerta alla landsmenn; það er enginn einn sem getur viðhaldið tungumáli heillar þjóðar. Landsmenn þurfa að leggjast á eitt og hjálpast að. Þetta gerist ekki á einni nóttu en hvert skref í rétta átt hjálpar.
The subject of this final thesis is to look at the English influence on Icelandic; how great it is and where it has the greatest impact. Also discussed is what can be done to maintain Icelandic relatively unchanged. A language‘s vocabulary is examined especially; where it comes from and how it develops. The main part of the thesis is however devoted to foreign influences on the language and especially English
influences. The focus is particularly directed at the English influence children and adolescents are exposed to as they are sensitive to external influences. Children’s programs about Dora the explorer and her cousin Diego are explored as well as the influence from the hugely increased in information technology; both promote the use of
English for children and teenagers. Last but certainly not least the preservation of Icelandic is discussed and what can be done to reduce foreign influences, slang and other foreign words, and how we can best maintain the language. The main conclusions are that English is all around us and the best way to prevent its influence is to increase the content available in Icelandic. For example, devices and tools could be made available in Icelandic and in that way increase the likelihood that
Icelandic will be used in that context rather than English. It would be possible to skip the English in the episodes about Dora and Diego since they are colorful and fun and the aspect of learning would still be substantial even if they were completely translated into Icelandic. Preservation of the Icelandic language is important and should touch all
citizens; there is no one person who can maintain the language of a whole nation by himself. Citizens need to conspire and help each other. This does not happen overnight, but every step in the right direction helps.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Erlend áhrif á íslenska tungu.pdf | 546.94 kB | Open | Heildartexti | View/Open |