is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21835

Titill: 
  • Smásölurekstur raftækja á upplýsingatæknisviði : hagkvæmni og framtíð.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis er að skoða þá þróun sem ar er að eiga sér stað í smásölu á upplýsingatæknisviði og sérstaklega áhrif aukinnar samkeppni frá svokölluðum netverslunum í því sambandi. Í því skyni eru fræðigreinar og fræðibækur á þessu sviði frá liðnum árum rýndar og ákveðnar ályktanir dregnar út frá því og hugsanleg mótsvör sett fram um hvað hagkvæm rekstrarlíkön gætu falið í sér. Í þessu skyni er jafnframt framkvæmd stutt könnun til að leita eftir sjónarmiðum aðila sem starfa á þessum markaði hérlendis og þá aðallega álit stjórnenda fyrirtækja en einnig starfsmanna þeirra.
    Er uppbygging verkefnisins með þeim hætti að það byrjar á inngangi og skilgreiningum en síðan fer á eftir fræðilegur hluti um smásölurekstur. Því næst er farið í markaðsgreiningu og áður nefnda markaðsrannsókn meðal þeirra sem starfa á þessu sviði og niðurstöður hennar dregnar saman. Síðan er farið í hagkvæma uppbyggngu smásölureksturs og reynt að skoða hvað gæti talist heppilegt í því sambandi og þar næst velt upp vangaveltum um framtíð smásölureksturs. Því næst er staðan í dag hér á landi skoðuð með vísun í fréttaflutning og önnur gögn og velt upp ákveðinni framtíðarsýn. Endar verkefnið síðan á lokaorðum.
    Lykilorð: smásala, hagkvæmni, upplýsingatækni, markarsgreining og internet.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
snorri.pdf902.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna