is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21837

Titill: 
 • Heilsufar, færni og þjónustuþörf einstaklinga sem njóta þjónustu heimahjúkrunar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur. Breytt viðhorf í samfélaginu, aukinn þrýstingur yfirvalda um að einstaklingar búi sjálfstæðri búsetu eins lengi og kostur er og mikil fjölgun þeirra sem óska eftir þjónustu heimahjúkrunar, gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota mælitæki sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega. Með innleiðingu á interRAI- matstæki (Resident Assessment Instrument) í heilbrigðisþjónustu hefur þessi möguleiki orðið að veruleika.
  Tilgangur: Að skoða heilsufar, færni og þjónustuþörf einstaklinga sem njóta þjónustu heimahjúkrunar á Akranesi og á Sauðárkróki samkvæmt upplýsingum úr interRAI‒HC upphafsmati og MAPLe reikniritinu sem raðar einstaklingum í þjónustuflokka eftir upplýsingum úr matinu.
  Aðferð: Rannsóknin er megindleg afturvirk lýsandi samanburðarrannsókn. Úrtakið var 60 skjólstæðingar á Akranesi og 42 skjólstæðingar á Sauðárkróki
  Niðurstöður: Meðalaldur skjólstæðinga á Akranesi var 79,4 ár en 83,4 ár á Sauðárkróki. Aldursflokkurinn 81‒90 ára var fjölmennastur, 43,3% á Akranesi og á Sauðárkróki 48,8%. Fleiri skjólstæðingar heimahjúkrunar á Akranesi fundu til einmanaleika, höfðu dregið úr þátttöku í félagsstarfi og höfðu orðið fyrir áföllum síðustu 90 daga en skjólstæðingar á Sauðárkróki. Einvera yfir daginn og skerðing á skammtímaminni hjá skjólstæðingum var sambærileg á Akranesi og á Sauðárkróki. Um helmingur skjólstæðinga á báðum stöðum var með mæði eða öndunarerfiðleika
  og meirihluti skjólstæðinga á báðum stöðum fann til þreytu eða í um 90% tilvika. Um þriðjungur skjólstæðinga á báðum stöðum höfðu hlotið byltur síðustu 90 daga. Fleiri skjólstæðingar heimahjúkrunar á Sauðárkróki þurftu aðstoð við lyfjatöku en á Akranesi. Ekki var marktækur munur á MAPLe flokkum og þjónustuþörf á Akranesi og á Sauðárkróki. Skjólstæðingar í MAPLe flokkum 4 og 5 fengu á báðum stöðum sömu þjónustu og skjólstæðingar í MAPLe flokk 3.
  Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að interRAI‒HC upphafsmatið og MAPLe flokkarnir gefi góða mynd af stöðu skjólstæðinga og hver þeirra þjónustuþörf sé. Heimahjúkrun þarf að eflast til að hægt sé að veita þjónustu við hæfi og stoðþjónusta, s.s. dagþjónusta, hvíldarinnlagnir, félagsstarf, endurhæfing og félagsþjónusta þarf að vera öflug.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: The Resident Assessment Instrument (interRAI tools) can help assess health, skills and service needs in home care. The tools can benefit professionals coping with changing attitudes in society, increasing pressure from the authorities for individuals to live independently for as long as possible and the growing number of those requesting nursing services.
  Objectives: To evaluate the usefulness of the interRAI-HC initial assessment and MAPLe algorithm in assessing the health, skills and service needs of individuals receiving home care services in Akranes and Saudarkrókur. The algorithm prioritizes individual service categories
  according to information from the assessment.
  Methods: The study is a quantitative retrospective study. The participants were 60 individuals in Akranes and 42 individuals in Saudarkrókur.
  Results: The average age of clients in Akranes was 79.4 years and 83.4 years in Saudarkrókur. The prevalent age group was 81‒90 years old, (43.3% of individuals in Akranes and 48.8% in Saudarkrókur). More home care clients in Akranes than in Saudarkrókur were lonely. They
  participated less in social activities and had suffered some form of loss or life stressors in the last 90 days, compared to clients in Saudarkrókur. Solitude during the day and impairment of shortterm
  memory were the same in both locations. About half of the clients in both locations suffered shortness of breath or breathing difficulty, and the majority of clients in both places felt tired, (in about 90% of cases). About a third of the clients in both places fell in the preceding 90 days. More clients in Saudarkrókur needed assistance with medication. There was no significant difference in MAPLe classes and need of services in Akranes and Saudarkrókur. Clients in MAPLe categories 4 and 5 received the same services as clients in MAPLe category 3 in both places.
  Conclusion: The results suggest that the interRAI‒HC initial assessment and MAPLe categories provide a good overview of clients health status and their need for services. Home care services need to be strengthened in order to provide appropriate home care. Support services for example,
  adult day centres, respite care, rehabilitation and social services need to be of high quality.

Styrktaraðili: 
 • Félag Íslenskra Hjúkrunarfræðinga, Öldrunarráð Íslands
Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 25.4.2016.
Samþykkt: 
 • 1.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hallveig Skúladóttir B5.pdf7.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna