Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2184
Hér er um að ræða heimildaritgerð sem fjallar um þvermenningarleg samskipti. Fyrst er fjallað
um breytta heimsmynd og hverju hún hefur valdið. Með auknum samskiptum hópa hefur
menningarleg sjálfsmynd orðið mikilvægari og enn mikilvægari því líkari sem hópar eru. Það
virðist vera svo að því líkara sem fólk er því ákveðnara verði það í að sýna fram á hversu
frábrugðið það sé öðrum. Hnattvæðing hefur verið talin búa til menningarlega jöfnun og er
fjallað um kenningar Malcolm Waters og Arjun Appadurai um hnattvæðingu. Mannfræðingar
hafa alltaf verið meðvitaðir um tilhneigingu menningar til að mynda ákveðinn sambræðing.
Fjallað er um muninn á sambræðingi og „diaspora“ út frá skilgreiningu Eriksen. Auk þess er rætt
um menningarlegar nýjungar og hvað þurfi til þess að þær verði hluti af samfélaginu samkvæmt
McCurdy og Spradley þar sem útbreiðsla ákveðinna hugmynda og hluta hefur aukist mikið með
hnattvæðingu. Þjóðhverfur hugsunarháttur er sagður eðlilegur af sálfræðinginum Triandis og
fjallað verður um hvað hann felur í sér og þeim hindrunum sem hann felur í sér. Mannfræðingar
hafa lagt áherslu á að skoða einstaklinga og samfélög frá þeirra eigin forsendum og það er
einmitt það sem menningarleg afstæðihyggja felur í sér. Allir þessir þættir hafa áhrif á aukin
þvermenningarleg samskipti á alþjóðavettvangi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Johanna_Gudmundsdottir_fixed.pdf | 241.35 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |