is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21843

Titill: 
  • Árangursmat á heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun í einum leikskóla í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (school-wide positive behavior support) er hegðunarstjórnunarkerfi sem ætlað er að laða fram félagslega æskilega hegðun. Kerfið er forvarnakerfi en aðferðir þess koma í veg fyrir óæskilega hegðun og breyta henni. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða áhrif innleiðing á heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun hefði á hegðun starfsmanna og barna tveggja leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að kerfið minnki óæskilega hegðun hjá nemendum í grunnskólum og bæti viðmót hjá starfsmönnum grunnskóla. Minna er til af rannsóknum sem sýna árangur kerfisins í leikskólum en með slíkum rannsóknum hefur þó verið leitt í ljós að kerfið minnkar óæskilega hegðun barna í leikskólum. Þessi rannsókn mældi áhrif heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun með beinu áhorfi í tveimur leikskólum. Margfalt grunnskeiðssnið var notað til að meta áhrif kerfisins. Gögnum var safnað vorið 2013 í báðum leikskólum en einnig haustið 2013, vorið 2014, haustið 2014 og vorið 2015 í öðrum þeirra (leikskóla 1) og eru niðurstöðurnar birtar hér. Helstu niðurstöður eru þær að áhrif kerfisins voru lítil sem engin í leikskóla 1.

Samþykkt: 
  • 2.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun.pdf4.98 MBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF