is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21846

Titill: 
  • Lotugræðgi og innri skynjun: Samanburður á fyrri rannsóknum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lotugræðgi er alvarlegt heilsuvandamál sem einkennist af ofátsköstum og losunarhegðun. Einstaklingar sem þjást af lotugræðgi gætu haft lélega tilfinningastjórnun og hugsanlega eru ofátsköst leið til að bregðast við vanlíðan. Tilfinningastjórnun tengist aðferðum einstaklings til að hafa áhrif á eigin tilfinningar, hvernig hann bregst við erfiðum aðstæðum og hvaða aðferðum hann beitir til þess að meðhöndla þær aðstæður. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða nánar þessi tengsl lotugræðgi og tilfinningastjórnunar með því að rýna í rannsóknir síðustu ára og að svara því hvort það hafi jákvæð áhrif á meðferðir við lotugræðgi að taka tillit til tilfinningastjórnunar. Niðurstöður sýna fram á það að léleg tilfinningastjórn tengist því hvort einstaklingur þróar með sér lotugræðgi (eða aðrar átraskanir) eða ekki. Niðurstöður sýna einnig að meðferð við ofátsköstum verður árangursríkari þegar tekið er tillit til erfiðleika í stjórnun tilfinninga og skjólstæðingum eru kenndar jákvæðar aðferðir til tilfinningastjórnunar. Samanburðurinn sýnir því að hægt er að draga þá ályktun að það hafi jákvæð áhrif á meðferð við lotugræðgi að bæta inn þáttum sem einblína á að þjálfa jákvæða tilfinningastjórnun.

Samþykkt: 
  • 2.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21846


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - ritgerð. Lotugræðgi..pdf467.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna