is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21849

Titill: 
  • Sníkjudýr í blóði strandfugla (Charadriiformes)
  • Titill er á ensku Blood parasites in waterbirds
Útdráttur: 
  • Blóðsníkjudýr innan ættkvíslanna Haemoproteus, Plasmodium og Leucocytozoon eru þau algengustu í fuglum. Þau tilheyra öll ættbálknum Haemospororida og eru frumdýr (protozoa).
    Blóðsníkjudýr valda langvarandi sýkingu hýsla sinna og geta leitt til skertrar heilsu fugla þegar þeir eru undir stressi eða álagi, sérstaklega á varptíma. Sníkjudýrin geta því komið í veg fyrir eðlilegan vöxt og heilbrigði fullorðinna fugla og unga og þannig haft áhrif á lífslíkur hýslanna. Sníkjudýrin brjóta niður hemóglóbín í blóði fugla og minnka þar af leiðandi getu þeirra til súrefnisflutnings. Það kemur því ekki á óvart að fuglar með hátt hlutfall sýktra blóðfruma geti verið illa haldnir.
    Sníkjudýrin berast á milli hýsla með smitberum sem oft eru flugur af ættbálki tvívængja (Diptera). Í smitberunum þroskast egg og lirfur sníkjudýranna sem berast í næsta hýsil með biti. Við bit komast lirfur sníkjudýranna í blóð hýsils þar sem þær þroskast og brjótast loks inn í rauð blóðkorn þar sem þau fjölga sér og dreifast með skiptingu blóðfrumunnar í dótturfrumur.
    Í þessari rannsókn voru skoðuð blóðsýni úr nokkrum tegundum strandfugla, þ.e. tildru, sanderlu, silfurmáfs, hvítmáfs, svartbaks, bjartmáfs og sílamáfs, sem veiddir voru á Reykjanesskaga í nágrenni við Sandgerði og leitað að sníkjudýrum í þeim.
    Einungis fundust blóðsníkjudýr í blóðsýnum úr sílamáfum og var í öllum tilfellum um að ræða frumdýr innan Haemoproteus ættkvíslarinnar. Af þeim 20 sílamáfum sem voru skoðaðir fundust sníkjudýr í 11 einstaklingum, og voru að meðaltali 4,73 sýktar frumur af 100.000 frumum í hverju sýni. Lág tíðni sýktra fruma bendir til þess að máfarnir hafi smitast tiltölulega nýlega fyrir sýnatöku.

Samþykkt: 
  • 2.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21849


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sníkjudýraskýrsla..pdf514,26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna