is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21855

Titill: 
 • Von er ekki aðferð : rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er sagt frá eigindlegri tilviksrannsókn sem hafði að markmiði að rannsaka hvernig starfsþróun kennara og stjórnenda í grunnskólum er háttað hér á landi, að hverju hún beinist og hvort fyrirkomulag hennar fellur að kenningum fræðimanna um árangursríka starfsþróun í skólum. Gerð var rannsókn á starfsþróunarverkefnum sem höfðu fengið styrki úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins í fjórum grunnskólum. Valin voru verkefni sem höfðu beinst að breytingum á starfsháttum kennara í skólunum og við það miðað að liðin væru 3 – 4 ár frá því að verkefninu lauk formlega svo hægt væri að sjá hvort það væri orðið hluti af menningu skólanna. Meginrannsóknarspurningar voru tvær:
  • Hvaða sýn á starfsþróun kennara birtist í fjórum umsóknum um þróunarstyrki til Sprotasjóðs mennta- og menningarmála-ráðuneytisins og hvernig samrýmist hún nýjustu þekkingu á starfsþróun?
  • Hvernig skipulögðu skólarnir starfsþróun kennara í þessum tilteknu þróunarverkefnum?
  Gagna var aflað með því að greina umsóknir skólanna um styrki og með því að taka viðtöl við skólastjórnendur, tvo kennara og rýnihóp nemenda í hverjum skóla. Þá var gerð vettvangsathugun í skólunum, setið í kennslustundum og umhverfi skoðað. Við greiningu umsókna og gagna úr skólunum var stuðst við matslíkan sem Gaytan og McEwen (2010) hafa sett fram um árangursríka starfsþróun.
  Sú sýn sem birtist á starfsþróun kennara í þeim umsóknum og starfsþróunarverkefnum sem voru til umfjöllunar einkenndist frekar af verkefnum sem hafa upphaf og endi en ferli. Skilgreiningar í umsóknum voru í litlu samræmi við þau viðmið sem gengið er út frá í þessari rannsókn. Ekki voru sett viðmið um árangur nemenda í upphafi og ekki var gerð grein fyrir matsaðferðum til að sjá hvort viðmiðum hefur verið náð. Þegar markmið um breytta starfshætti voru sett fram var rökstuðningur með tilvísan til rannsókna eða fræða, fremur veigalítill.
  Hins vegar kom fram að almennt var stuðningur stjórnenda við kennara í umbótaferlinu og það kom fram að þrjú af þeim fjórum verkefnum sem voru til skoðunar voru orðin hluti af menningu skólanna að einhverju leyti. Þá kom fram að nemendur voru almennt ánægðir með þá starfshætti sem voru einkennandi í þessum verkefnum og töldu það fyrirkomulag námsins nýtast sér í framtíðinni.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper describes a qualitative case study where the aim was to investigate how professional development of teachers and school leaders in Icelandic compulsory schools is organized, what it focuses on and whether the structure of it is consistent with theories of successful professional development in schools. The study was conducted in four compulsory schools which had received funding from the Project fund [i.Sprotasjóður] of the Ministry of Education and Culture. The main criteria for selecting of cases were that the projects had focused on changes in teachers’ practices and 3-4 years had passed since the project was formally completed to make it possible to evaluate whether the project had become integrated into the culture in the schools. The main research questions were:
  • What vision of professional development of teachers appeared in four applications for development grants from the Project fund of the Ministry of Education and Culture and to what extent is it consistent with the latest knowledge of professional development?
  • How did the schools organize the professional development of teachers in these particular development projects?
  Data was collected by analyzing the applications to the Project fund; by interviewing school leaders, two teachers and a focus group of students; and with classroom observations and observations of the learning environment in the schools. The analyzes of applications and data from the schools was based on an evaluation model for effective professional development by Gaytan and McEwan (2010) .
  The vision of professional development apparent in both the applications and the professional development projects themselves is characterized by the notion that the projects have a beginning and an end, rather than being a continuing process. Definitions in the applications were not consistent with the criteria for successful professional development on which this study is built. In the beginning of the projects no standards were set for academic outcomes for students and no evaluation procedures were introduced to see whether outcomes had been achieved. Where aims for changes in practices were presented references to research or academic writing were rather weak.
  However, the results of the study indicate that generally teachers got support from the school leaders in the reform process and it was clear that three of the four projects which were examined had become part of the culture of the schools to some extent. Furthermore, the students were generally satisfied with the practices that were typical for the projects and felt that the structure of the program would be useful for them in the future.

Samþykkt: 
 • 2.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPR-0260_GunnarGislason_V2015.pdf2.25 MBOpinnMeistarprófsverkefniPDFSkoða/Opna