is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21858

Titill: 
 • Dýslexía og tungumálanám : hindranir, leiðir og viðhorf í framhaldsskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta byggir á rannsókn sem unnin var með það að markmiði að kanna hvaða leiðum er hægt að beita og hvaða leiðir framhaldsskólakennarar fara í raun til að koma til móts við þarfir nemenda með dýslexíu í tungumálanámi. Í því samhengi var nauðsynlegt að greina hindranir nemenda með dýslexíu þegar kemur að tungumálanámi auk þess sem viðhorf þessara nemenda til tungumálanáms var kannað.
  Þær rannsóknarspurningar sem settar voru fram eru eftirfarandi: Hverjar eru hindranir nemenda með dýslexíu í tungumálanámi? Hvaða úrræðum er hægt að beita til að bæta árangur framhaldsskólanema með dýslexíu í tungumálanámi? Hvaða úrræðum beita tungumálakennarar í framhaldsskólum til að koma til móts við þarfir nemenda með dýslexíu? Hvert er viðhorf framhaldsskólanema með dýslexíu til tungumálanáms? Hvaða hömlur sjá framhaldsskólanemar með dýslexíu einkum fyrir sér í tungumálanámi? Hvaða leiðir telja framhaldsskólanemar með dýslexíu vera árangursríkastar í kennslu erlendra tungumála?
  Gagnaöflun fór fram á haustönn 2014 en til þess að leita svara við ofangreindum spurningum var notast við blandaða aðferðafræði. Öllum starfandi tungumálakennurum í framhaldsskólum landsins var send spurningakönnun á rafrænu formi þar sem einkum var spurt út í erfiðleika nemenda þeirra með dýslexíu og hvernig kennslu og námsmati þessara nemenda er háttað. Þá voru tekin viðtöl við kennara, eitt hópviðtal sem þjónaði tilgangi sérfræðingaviðtals og fjögur einstaklingsviðtöl við kennara vítt og breitt af landinu. Einnig voru átta viðtöl tekin við framhaldsskólanema með dýslexíu til að fá þeirra innsýn í málefnið.
  Helstu niðurstöður eru þær að ritun og lestur lengri texta valda nemendum með dýslexíu hvað mestum erfiðleikum en nokkurt ósamræmi var þó í svörum nemenda og kennara hvað þetta varðar. Samkvæmt spurningakönnuninni fara kennarar enn frekar hefðbundnar leiðir í kennslu og þjálfa ritun og orðaforða í hvað mestum mæli en kennaraviðtölin gefa vísbendingar um fjölbreyttari kennsluhætti með aukinni áherslu á fjölbreytta verkefnavinnu. Nemendur voru sammála um það að öll verkleg kennsla, videoverkefni og annað slíkt væri mun árangursríkari en hefðbundin skólabókavinna sem þó tekur yfir stærstan hluta kennslunnar. Viðhorf nemendanna var nokkuð mismunandi en allir voru sammála um það að slakur árangur og erfiðleikar við námið hefðu áhrif á viðhorf þeirra til tungumálanáms.

 • Útdráttur er á ensku

  This assignment is based on a study which aimed to explore the most suitable approaches, and the approaches secondary school teachers truly use, to meet the needs of students with dyslexia learning foreign languages. In order to do so, it was necessary to analyze the difficulties dyslexic students have to face when learning foreign languages. Additionally, the views of these students towards foreign language learning were examined.
  The study will address the following research questions: What makes foreign language learning difficult for students with dyslexia? Which approaches are likely to make dyslexic students more successful when learning foreign languages? Which approaches are used by teachers in secondary schools to meet the needs of students with dyslexia? What are the views of dyslexic students in secondary schools towards language learning? Which aspects of language learning do students with dyslexia in secondary school find particularly difficult? Which approaches do dyslexic students in secondary schools consider successful for their language learning process?
  Data was collected during autumn semester 2014 with mixed methods research design. All foreign language teachers in secondary schools in Iceland were sent an online survey to explore the difficulties of their students with dyslexia, their teaching habits and their assessment methods. Then, teachers were interviewed; one focus group of specialists and four individuals from various schools around the country, with no particular experience or knowledge regarding students with dyslexia. Additionally, eight dyslexic students in secondary schools were interviewed to provide their insight into the subject.
  The results indicate that reading longer texts and writing make foreign language learning particularly difficult for students with dyslexia, however, there were slight differences between the answers of the students and the teachers regarding the matter. According to the online survey, the most frequently used teaching approaches are rather conventional and focus mostly on developing writing skills and vocabulary. Nevertheless, the interviews with the teachers indicate positive progress towards more multisensory teaching approaches and focus on more variable assignments. The students all agreed that various activity projects were more effective than traditional course book exercises, which still seem to take up the majority of the class time. The students' views towards foreign language learning varied to a certain extent, but all agreed that poor performance and learning difficulties affected their attitude towards foreign language learning.

Samþykkt: 
 • 2.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_adal.pdf697.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna