is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21861

Titill: 
 • Að vera nemandi með íslensku sem annað tungumál í framhaldsskóla á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknarritgerðar er reynsla nemenda með íslensku sem annað tungumál af því að hefja og stunda nám í framhaldsskóla á Íslandi. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu nemendanna, námsgengi þeirra og líðan í framhaldsskóla. Fá vitneskju um hvað vel er gert og hvaða umbætur eru brýnastar til að gera innflytjendum betur kleift að ljúka námi í framhaldsskóla. Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsla nemenda með íslensku sem annað tungumál af því að hefja og stunda nám í framhaldsskóla á Íslandi?
  Gerð var eigindleg viðtalsrannsókn og viðtölin fóru fram á haustdögum 2014. Þátttakendur voru nemendur með íslensku sem annað tungumál, orðnir 18 ára og hafa því nokkra reynslu af skólagöngu sinni. Sendar voru fyrirspurnir til skólameistara sex framhaldsskóla en einungis í þremur þeirra var að finna nemendur sem féllu undir viðmið rannsóknarinnar um aldur viðmælenda. Viðmælendur voru tíu talsins og eru frá sex þjóðlöndum. Skólameistarar og námsráðgjafar viðkomandi skóla komu á fundum með rannsakanda og viðmælendum. Framhaldsskólarnir eru misfjölmennir og aðeins einn skólanna hefur fleiri en eitt þúsund nemendur og innflytjendur eru ekki margir í skólunum yfirleitt. Væntingar stóðu til þess að fá innsýn í móttöku nemenda við upphaf skólagöngu, aðlögun þeirra ásamt þátttöku í félagslífi skólanna, velgengi og námsframvindu. Mikilvægt er að fá upplýsingar frá nemendum sjálfum sem gætu nýst framhaldsskólanum í viðleitni hans til að hlúa vel að nemendunum og stuðla að árangursríku og farsælu námi þeirra. Vonast er til að hægt verði að taka mið af niðurstöðum rannsóknarinnar við umbætur til handa nemendum með íslensku sem annað tungumál í framhaldsskóla.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nemendur kalla eftir meiri íslenskukennslu og stuðningi bæði í skólanum og við heimanám. Þátttakendum bar saman um að kennarar eru boðnir og búnir til að hjálpa þeim en hóparnir eru svo stórir í skólunum að ekki er möguleiki að aðstoða alla nógu vel.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is the experience of students with Icelandic as a second language of starting upper secondary school in Iceland. The main objective of this research was looking into the students’ experience, their academic results and their feelings in upper secondary school. To learn what is being done properly and which reforms are the most crucial to enable immigrants to complete their studies successfully.
  A qualitative research was conducted and the interviews took place in the autumn of 2014. Participants were students with Icelandic as a second language who are over 18 years old and therefore somewhat experienced academically. Out of six schools whose headmasters were asked for information, only three had students of correct age for this research. Ten students originating from six countries took part in the interviews. The schools all have varying numbers of enrolled students and only one has more than one thousand, of which very few are immigrants. The expectations were to gain insight into the welcoming of students at the beginning of school, their adjustment and involvement in their school’s social activities, their level of success and academic results. It is important to gain information from the students themselves that could help schools in their efforts to provide students with a nurturing and supportive environment and to enable them to reach their full academic potential. Hopefully the results of this research can be used to improve the status of students with Icelandic as a second language in upper secondary schools.
  The results of the research show that students seek more teaching of the Icelandic language and more support with their studies, both in school and with their homework. Participants agreed that teachers are willing to help, but the groups at school are too big for them to be able to assist everyone sufficiently.

Samþykkt: 
 • 2.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21861


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Lilja mastersritgerd-29_mai.pdf808.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna