is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21866

Titill: 
 • Samvinna og sveigjanleiki : teymiskennsla í skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Samvinna kennara í teymum virðist fara vaxandi í íslenskum grunnskólum. Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig starfshættir slíkrar samvinnu geta stutt við skólastarf í skóla án aðgreiningar. Rýnt er í þá þætti sem gera samvinnu kennara í teymum árangursríka og þeir tengdir námi og kennslu í skóla án aðgreiningar. Rannsóknin fór fram í byrjun árs 2015 og var gagnaöflun tvíþætt; áhorfsathuganir og viðtöl. Þrír skólar voru heimsóttir og fylgst með kennslu tveggja teyma í hverjum skóla. Í kjölfarið var tekið viðtal við einn kennara í hverju teymi.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að teymiskennsla styður við skólastarf í skóla án aðgreiningar með faglegri samvinnu teymisfélaga. Í slíkri samvinnu þarf að fara fram markviss og gagnrýnin samræða um aðferðir og nálganir í kennslu í samræmi við hugmyndafræði skóla án aðgreiningar. Teymisfélagar þurfa að líta á fjölbreytileika nemenda sem hið sanna viðmið og nýta kraft samvinnunnar til að leita markvissra og fjölbreyttra lausnaleiða þeim til handa með sveigjanleika að leiðarljósi. Samvinna kennara og sérkennara í teymi gefur aukna möguleika á fjölbreyttum aðferðum og nálgunum í kennslu í takti við styrkleika þeirra sem þjóna hagsmunum fjölbreyttra nemendahópa. Áríðandi er að þekkja og skilgreina þá þætti sem gera teymiskennslu faglega og árangursríka og styðja markvisst við þá. Þeir eru skipan í teymi og samskipti innan þess, tími til undirbúnings og samvinnu, aðkoma og stuðningur skólastjórnenda og skipulögð fagleg vinna sem stuðlar að starfsþróun kennara. Áhugavert er að kennararnir kalla sjálfir eftir tækifæri til að eiga faglega samræðu milli teyma og jafnvel skóla um teymiskennslu og telja þar sóknarfæri til að bæta kennsluna og eigin fagmennsku.

 • Útdráttur er á ensku

  Co-teaching appears to be increasing in Icelandic elementary schools. In this thesis the ways in which co-teaching can support inclusion will be discussed. The elements that contribute to effective co-teaching will be looked at and linked to teaching practises in inclusive schools. The study was made at the beginning of 2015 and the findings are divided into two parts, observations and semi-structured interviews. Three schools were visited and co-teaching observed in each school, this was followed by interviews with a teacher from each co-teaching team.
  The primary findings of this study are that co-teaching supports inclusion with professional collaboration. The teacher teams take part in dialogues that critique and focus on the best practises coherent with inclusive schools. Team teachers need to consider the diversity of their students as a keyfactor when organising their instructions. This knowledge is essential in creating varied and targeted solutions. Teachers´ collaboration within the team offers opportunities for more variety and approaches in teaching, where each teacher´s strengths are utilised which best serves the interests of a multi diversity student group. It is important to define the aspects that make collaboration professional and effective. These aspects include the construction of the teams and the effective communication within them, time for preparation and collaboration and the support of the administration to professional development. It is interesting to note that the teachers themselves request the opportunity to have professional dialogues between teaching teams and even between schools in order to support co-teaching and improve their teaching and professionalism.

Samþykkt: 
 • 2.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21866


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Steinunn Friðriksdóttir meistaraprófsritgerð.pdf753.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna