is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21867

Titill: 
 • Stuðningsþarfi[r] kvenna eftir fósturmissi snemma á meðgöngu. Fræðileg úttekt
 • Titill er á ensku Support needs of women after an early miscarriage. A literature review
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Talið er að ein af hverjum fimm þungunum endi með fósturláti. Í 10-15% tilfella verður fósturlát fyrir 12 vikna meðgöngu. Fósturmissir getur kallað fram margvíslegar tilfinningar. Flestar konur upplifa sorg og vanmátt í einhverri mynd við það að missa fóstur.
  Tilgangur/markmið: Markmiðið var að fá heildræna sýn á upplifun kvenna við snemmbúinn fósturmissi og hvernig stuðningur hentar þessum hópi best. Hér á landi er enginn faglegur stuðningur við konur sem missa fóstur snemma og vekur það upp spurningu um hvort ekki sé þörf á faglegu utanumhaldi fyrir þennan hóp. Ljósmæður í meðgönguvernd eru oft fyrstar til að heyra frá konum eftir að þær eru orðnar barnshafandi. Í því samhengi eru ljósmæður í góðri aðstöðu til að fylgja eftir konum sem missa fóstur snemma á meðgöngu með því að bjóða þeim stuðning í formi samtals eða faglegrar endurkomu. Í þessari fræðilegu úttekt verður leitast við að svara spurningunni: Hverjar eru stuðningsþarfir kvenna sem missa fóstur fyrir 12 vikna meðgöngu?
  Aðferð: Leitað var eftir heimildum í viðurkenndum gagnagrunnum. Við val á heimildum var haft í huga að umfjöllunarefnið væri um fósturmissi, snemmbúinn fósturmissi, upplifun fósturmissis, líðan kvenna eftir fósturmissi og stuðningsþarfir þeirra sem verða fyrir fósturmissi. Reynt var að notast við heimildir sem eru innan 15 ára gamlar en einhverjar undantekningar voru þar á í þeim tilvikum þar sem stuðst var við frumheimildir.
  Niðurstöður: Fósturlát verður oftast óvænt, lítill tími gefst til aðlögunar og konur upplifa oft fósturmissi sem áfall. Flestar konur upplifa mikla andlega streitu í kjölfar fósturláts sem getur komið fram í sorg, vanlíðan, sektarkennd, tómleika, þunglyndi, varnarleysi, sjálfsásökunum, reiði og kvíða. Hátt hlutfall kvenna finnur fyrir þunglyndi og sorg í töluverðan tíma eftir fósturmissi. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir einkennum þunglyndis og viðvarandi sorga hjá konum sem hafa misst fóstur. Umönnun kvenna eftir fósturlát getur haft veigamikil áhrif á upplifun þeirra af fósturmissinum. Jafnframt skiptir máli að veita konum góða eftirfylgni í einhvern tíma eftir fósturlát, enda hefur verið staðfest að langtímaáhrif fósturmissis á konur geta verið alvarleg.
  Ályktun: Rannsóknir styðja við mikilvægi þess að konur sem missa fóstur snemma á meðgöngu fái faglega eftirfylgni með það fyrir augum að minnka áhættuna fyrir því að sorgin leiði til geðraskana eins og þunglyndis og áfallastreituröskunar.
  Lykilorð: sorg, snemmbúinn fósturmissir, ljósmóðir, stuðningur, meðferð.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: It is estimated that one in every five pregnancies end in miscarriage. In 10-15% cases the miscarriage occurs before 12th week of pregnancy, an early miscarriage. Following a miscarriage, most women experience various feelings like some form of grief and helplessness.
  Purpose/objective: The purpose was to gain an overall view of the experiences of women who experience an early miscarriage and what sort of support would be beneficial for them. In Iceland no formal support is available for women that have an early miscarriage which raises the question if this group doesn’t need formal support. Midwifes in antenatal care are usually the first point of contact for pregnant women. Consequently, midwifes are in a good position to give women who experience early miscarriage the support they need by offering it in the form of an interview or by formal follow-up. This literature review seeks to answer the question: What are the support needs of women who experience an early miscarriage?
  Method: The search for reference material was conducted in academic databases. When choosing materials it was done by keeping in mind that the topic of the summary was miscarriage, early miscarriage, experience of miscarriage, women’s feelings after miscarriage and the support needs of women who experience a miscarriage. The aim was to use reference material no older than 15 years however exceptions were made in the cases of primary reference materials.
  Findings: Abortion usually occurs unexpectedly, little time is given for adjustment and women often experience the miscarriage as a shock. Most women experience mental stress following a miscarriage resulting in grief, distress, feeling of guilt, emptiness, depression, feeling of vulnerability, self accusation, anger and anxiety. A high rate of women experience depression and grief during considerable time after a miscarriage. Consequently it is important to be alert for signs of depression and long term grief in women who have experienced an early miscarriage. The care given to women after a miscarriage can have an important effect on their experiences relating to the miscarriage. It is also important to offer women follow-up care during some time after a miscarriage, as it has been shown that the long term effects of miscarriage can be serious for women.
  Conclusion: Research supports the importance of professional follow-up care for women who experience an early miscarriage in order to reduce the risk of mental disorder following depression and post-traumatic stress.
  Keyword: grief, early miscarriage, midwife, support, treatment.

Samþykkt: 
 • 3.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur Helgadóttir.pdf533 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna