Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21868
Background: Most available studies which have examined the effect of a low carbohydrate diet (LCD) on weight loss and risk factors for cardiovascular disease (CVD) are randomized controlled trails which place the main emphasis on total energy intake and macronutrient distribution rather than quality of the food consumed. The main aim of this thesis was to investigate dietary intake, food consumption and CVD risk factors among free living individuals who voluntarily follow a low carbohydrate diet.
Methods: A cross-sectional study including 54 Icelandic individuals aged 20-66 years was conducted. All participants recorded their food intake for three consecutive days. Food data was entered into the food calculation program ICEFOOD, based on the Icelandic food database (ISGEM). Blood samples and anthropometric measurements were collected at the Landakot Hospital in Reykjavík.
Results: More than two-thirds of the participants were women (70%). The mean of body fat percentages was 34 and 87% of participants were overweight, thereof 47% in the obese scale. The median intake of carbohydrate, protein, fat and saturated fat was 8%, 22%, 68% and 25% E respectively. As expected, consumption of fruits, bread, whole grain cereals, potatoes and pasta was very low, while consumption of meat and meat products was high, all compared to Icelandic mean intakes. The mean of blood glucose, serum total, LDL and HDL cholesterol, serum triglycerides and insulin were 5.3 mmol/l (range: 3.9 – 7.4 mmol/l), 5.2 mmol/l (range: 2.1-8.9 mmol/l), 3.1 mmol/l (range: 1.0 – 6.3 mmol/l), 1.6 mmol/l (range: 0.6 – 3.0 mmol/l), 0.9 mmol/l (range: 0.3 -2.1 mmol/l) and 7.6 mU/L (range: 1.1 – 22.6 mU/L), respectively.
Conclusion: Our study shows that Icelandic individuals who voluntarily follow a LCD eat very low amounts of carbohydrates and very high amounts of total fat and saturated fatty acids (SAFA). As expected, dietary intake was thus in contradiction with dietary recommendations. Despite poor dietary intake and high prevalence of overweight and obesity, CVD risk factors measured in blood were not abnormal for this age group and were comparable to what has previously been reported in the general Icelandic population. CVD risk factors were not associated to length of LCD or previous weight loss.
Bakgrunnur og markmið: Flestar núverandi rannsóknir sem hafa kannað áhrif lágkolvetnamataræðis á líkamsþyngd og áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma eru íhlutandi rannsóknir sem leggja megináherslu á heildarorku og skiptingu orkuefna frekar en gæði og hollustugildi matvæla. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða næringarefnasamsetningu, fæðuvenjur og áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hjá einstaklingum sem fylgja lágkolvetnamataræði.
Aðferðir: Um er að ræða lýsandi þversniðsrannsókn sem var framkvæmd á 54 íslenskum einstaklingum á aldrinum 20-66 ára. Þátttakendur skráðu niður allan mat og drykk í þrjá samfellda daga. Fæðuupplýsingar voru skráðar inn í ICEFOOD forritið sem byggir á kóðum úr ÍSGEM gagnagrunninum. Þátttakendur voru boðaðir í blóðprufur og heilsufarsmælingar í upphafi rannsóknar á Landakoti.
Niðurstöður: Yfir tveir þriðju hlutar þátttakenda (70%) voru konur. Meirihluti þátttakenda (87%) var í ofþyngd og þar af voru 47% of feit. Miðgildi kolvetna, próteina, fitu og mettaðra fitusýra til heildarorkuinntöku var 8%, 22%, 68%, 25%. Í samanburði við landskönnun Íslendinga 2010-2011 var neysla á ávöxtum, brauði, heilkornavörum, kartöflum og pasta mjög lítil, á meðan neysla á kjöti og unnum kjötvörum var mikil. Meðaltal fyrir blóðsykur, heildarkólesteról, LDL, HDL, þríglýseríð og insúlín var 5.3 mmol/l (bil: 3.9 – 7.4 mmol/l ), 5.2 mmol/l (bil: 2.1 - 8.9 mmol/l), 3.1 mmol/l (bil: 1.0 – 6.3 mmol/l), 1.6 mmol/l (bil: 0.6 – 3.0 mmol/l), 0.9 mmol/l (bil: 0.3 -2.1 mmol/l) og 7.6 mU/L (bil: 1.1 – 22.6 mU/L).
Ályktun: Niðurstöður sýna að kolvetnaneysla hjá Íslendingum á lágkolvetnamataræði er mjög lítil á meðan heildarneysla á fitu og mettuðum fitusýrum er mikil. Eins og við var að búast er mataræðið í ósamræmi við opinberar ráðleggingar. Miðað við aldur og þyngd þátttakenda voru áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma ekki frábrugðnir því sem hefur áður sést hér á Íslandi fyrir sambærilegan hóp sem er ekki að fylgja lágkolvetnamataræði. Áhættuþættir hjarta og æðasjúkdóma voru hvorki í tengslum við þyngdartap né hversu lengi þátttakendur höfðu verið á lágkolvetnamataræði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð M.Sc.pdf | 1.15 MB | Lokaður til...31.05.2025 | Heildartexti |