is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21873

Titill: 
  • Föðurhlutverkið. Skynjun feðra á þátttöku á meðgöngu
Útdráttur: 
  • Að verða foreldri er ein stærsta lífsbreyting hvers einstaklings. Meðgangan er stærsta undirbúningstímabilið fyirir foreldrahlutverkið. Föðurhlutverkið mótast frá því í upphafi þungunnar þar til nokkrum vikum eftir fæðingu barn.
    Feður upplifa oft tilfinningar um að vera útundan í upphafi meðgöngunnar. Þeir skynja ekki líkamlegar breytingar og eiga því oft erfitt með að gera sér grein fyrir þeim. Áþreyfanleg staðfesting fyrir tilvist barnsins vekur oftast upp jákvæðar tilfinninga eins og að sjá líkamlegar breytingar á konunni, sjá mynd af barninu sínu í sónar, þreyfa spörk og hreyfingar barnsins og heyra fósturhjartsláttinn. Þetta auðveldar þeim aðlögununina að nýju hlutverki og gerir þá að virkum þátttakendum í meðgöngunni.
    Rannsakendum ber ekki saman um ánægju verðandi feðra með þann stuðning sem þeim er veittur að hálfu ljósmæðra og annarra heilbrigðisstarfsmanna en flestar draga þá ályktun að stuðningsþörfum þeirra sé ekki nægjanlega fullnægt. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að feður vilji vera virkir þátttakendur á meðgöngunni þá er upplifun margra ekki góð. Þeir skynja oft stuðningsleysi fagfólks í meðgönguverndinni og í fæðingunni og upplifa sig oft utan gátta. Til þess að geta veitt verðandi feðrum viðeigandi þjónustu í barneingarferlinu verða heilbrigðisstarfsmenn að þekkja væntingar og þarfir þeirra fyrir stuðiningi á þessum tímum.
    Mikilvægt er að ljósmæður hugi að tilfinningalegri líðan feðra á meðgöngunni því í ljós hefur komið að feður sem upplifa stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki og uppskera jákvæða upplifun af barneignarferlinu reynast betri stuðningsaðilar við hina barnshafandi konu. Aukinn stuðningur maka er styrkjandi fyrir parasambönd verðandi foreldra og leiðir til betri aðlögunar að foreldrahlutverkinu.

Samþykkt: 
  • 3.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
snidmat_kandidatsprof_i_ljosmodurfraedi_sept_2014(1).pdf347.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna