is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2188

Titill: 
 • Bókasafn.is. Kynningarátak bókasafna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • „Bókasafn – heilsulind hugans“ er slagorð fyrir nýtt kynningarátak íslenskra bókasafna en átakið er byggt kynningarherferð bandarískra bókasafna sem staðið hefur frá árinu 1999 en slagorð hennar er „@ your library“.
  Verkefnið gengur út á að skoða kynningarátökin tvö og í kjölfarið setja upp vefsetrið bokasafn.is. Markmið setursins er að vera ítarleg upplýsingagátt bókasafna svo þau geti miðlað til gesta sinna því sem er að gerast hjá þeim hverju sinni. Með því að setja vandlega saman vefsetrið með gagnlegum upplýsingum, er vonin að bokasafn.is verði fyrsti viðkomustaður einstaklinga sem eru að leita sér að upplýsingum tengdum bókasöfnum.
  Farið er í gegnum ferlið sem liggur að baki uppbyggingu og skipulagi upplýsinga á vefsetrinu þar sem ítarlega er fjallað um leiðarkerfin sem sett voru upp. Notast var við vefumsjónarkerfi til að setja vefsetrið upp og varð Joomla! fyrir valinu. Joomla! er ókeypis kerfi sem byggt er á opnum hugbúnaði þar sem grunnkóði kerfisins er aðgengilegur jafnt til notkunar, þróunar og breytinga. Kerfið býður upp á fjölbreyttar viðbætur sem mæta þörfum vefsetursins.
  Útkoman er vefsetrið bokasafn.is og er það aðgengilegt á slóðinni http://lokaverkefni.salty-goodness.com/.

Samþykkt: 
 • 14.4.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragna_Bjork_Kristjansdottir_fixed.pdf4.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna