is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21881

Titill: 
 • Brjóstagjöf síðfyrirbura. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Breastfeeding the late preterm infant. A literature review
Útdráttur: 
 • Síðfyrirburafæðingum hefur fjölgað síðastliðna tvo áratugi, en þær eru um 72% af öllum fyrirbura-fæðingum. Markmið þessarar fræðilegu samantektar var að varpa ljósi á sérstöðu síðfyrirbura þegar kemur að næringarinntekt. Megináhersla var á brjóstagjöf og helstu áhrifaþætti. Leitast verður við að svara spurningunum: Hvað einkennir síðfyrirbura og hefur áhrif á brjóstagjöf þeirra? Hvernig má stuðla að brjóstagjöf síðfyrirbura og meta framvindu hennar? Leitað var að heimildum í viðurkenndum gagnasöfnum og áhersla lögð á heimildir um síðfyrirbura sem dvelja hjá móður í sængurlegu.
  Tíðni brjóstagjafar er lægri hjá síðfyrirburum miðað við fullburða börn. Algengt er að síðfyrirburar dvelji hjá mæðrum sínum á sængurlegudeildum og brjóstagjöfin getur verið áskorun fyrir þau bæði af mörgum ástæðum. Síðfyrirburar eiga erfitt með að viðhalda sogi og jafnvægi milli svefns og vöku er truflað. Viðkvæmni síðfyrirbura má meðal annars rekja til minni fitusöfnunar og orkubirgða, sem gæti leitt af sér óstöðugan líkamshita, blóðsykurfall, þyngdartap, ofþornun, gulu og sýkingar af ýmsu tagi.
  Mjólkurmyndun mæðra síðfyrirbura er oft seinkuð. Ónóg mjólkurinntekt eykur þau vandamál sem síðfyrirburum er hættara við að þróa. Stuðla þarf sérstaklega að örvun mjólkurframleiðslu og að viðhalda henni. Hægt er að stuðla að brjóstagjöf síðfyrirbura á ýmsan hátt. Veita þarf mæðrum og börnum sérstakt eftirlit og meta þörf fyrir inngrip til að tryggja sem besta upphaf fyrir mæður og síðfyrirbura. Fagfólk ætti að gefa jákvæðar leiðbeiningar varðandi brjóstagjöf og tileinka sér viðeigandi þekkingu á sérstöðu þeirra og færni til að stuðla að brjóstagjöf, meta framgang og greina vandamál. Kengúrumeðferð og aðlögun tíu þrepa að árangursríkri brjóstagjöf að þörfum síðfyrirbura hefur jákvæð áhrif á brjóstagjöf þeirra. Brjóstagjafamat fyrirbura (preterm infant breastfeeding behavior scale, PIBBS) gagnast fagfólki og mæðrum til að meta framvindu síðfyrirbura í brjóstagjöf.
  Skortur er á rannsóknum um brjóstagjöf síðfyrirbura sem dvelja í sængurlegu hjá móður. Athygli fagfólks hérlendis virðist vera að aukast á sérstöðu þeirra. Á Landspítalanum munu fljótlega birtast verklagsreglur og fræðsluefni sem miða sérstaklega að þessum viðkvæma hópi. Áhugavert væri að sjá íslenskar rannsóknir sem snúa að brjóstagjöf síðfyrirbura sem dvelja hjá mæðrum sínum í sængurlegu.
  Leitarorð: brjóstagjöf, síðfyrirburi, fyrirburi, mjólkurmyndun og brjóstagjafamat fyrirbura (PIBBS).

 • Útdráttur er á ensku

  The number of late preterm births has increased the last two decades, and are about 72% of all preterm births. The purpose of this literature review was to highlight late preterm infants' (LPI) uniqueness regarding feeding. Emphasis was mostly on breastfeeding and the main influencing factors. This literature review seeks to answer the following questions; what are the main characteristics of LPI and what affects their breastfeeding abilities and what can be done to support the breastfeeding of LPI and how can the progress be evaluated? Search was done in official database and. the primary search criteria involved late preterm infant breastfeeding with emphasis on infants in post-natal units.
  Breastfeeding, it is less common among LPI than fullterm infants . They often stay with their mothers in post-natal units and breastfeeding is a challenge for multiple reasons. The infants' feeding ability is limited. They struggle with sustaining suction and have underdeveloped sleep and wakefulness pattern. Their sensitivity increases due to their inability to gather fat and energy supply. They are in greater risk of experiencing unstable body temperature, hypoglycemia, weightloss, dehydration, hyperbilirubinemia and infections, compared with full term babies.
  Mothers of LPI are more likely to experience problems with milk production. Insufficient milk consumption increases the problems that late preterm infants are in greater risk to develop. It is vital to stimulate milk production and to sustain it. It is possible to support the breastfeeding process of LPI in a number of ways. The mothers and the LPI have to be given special attention and the need for an intervention has to be assessed on a regular basis to ensure the best possible start for the mothers and their infants. Professionals should acquire the knowledge needed to address the uniqueness of lLPI and the skills to support the breastfeeding process, evaluate the progress and identify problems. Kangaroo method and the adjustment of the ten steps to successful breastfeeding aimed LPI needs, have positive effects on their ability to breastfeed. The late preterm infant breastfeeding behavior scale (PIBBS) is useful to professionals and the mothers to evaluate the progress of LPI in breastfeeding.
  Research on breastfeeding the LPI that stay with their mothers in post-natal units are lacking. However, health care professionals' attention on late preterm infants seems to be increasing in Iceland. Promptly Landspítalinn hospital will establish clinical protocols and issue educational material with regards to this vulnerable group. It would be informative to see some Icelandic research LPI in care of their mothers, who stay in post-natal units.
  Keywords: breastfeeding, late preterm infant, preterm infant, lactogenesis and preterm infant breastfeeding behavior scale (PIBBS).

Samþykkt: 
 • 3.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefnisignyscheving3juni2015.pdf330.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna