Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21886
Bakgrunnur: Mannan-bindi lektín (MBL) er mikilvægur hluti ónæmiskerfisins og hefur tvíþætt hlutverk. Annars vegar að koma í veg fyrir útbreiðslu sýkinga en MBL ræsir lektínferil komplímentkerfisins sem stuðlar að áthúðun sýkla og hins vegar tekur MBL þátt í viðhaldi vefja og stjórnar bólgusvari með því að stilla bólgusvörun, stuðla að eyðingu frumna í stýrðum frumudauða (e. apoptosis) og stuðla að eyðingu mótefnafléttna.
MBL-skortur hefur mikið verið rannsakaður en magn þess í sermi getur haft áhrif á næmni fyrir sjúkdómum og framgang þeirra. Einstaklingar með MBL-skort eru gjarnari á að fá endurteknar sýkingar, m.a. öndunarfærasýkingar og virðist MBL-skortur hafa meiri þýðingu samfara öðrum ónæmisgöllum.
Markmið: Að lýsa a) sjúkdómsmynd einstaklinga með mismunandi gildi MBL – hátt, miðlungs og lágt í sermi og b) heilsutengdum lífsgæðum og tengslum þeirra við sjúkdómsmynd.
Aðferð: Þátttakendur í rannsókninni svöruðu tveimur spurningalistum; ítarlegum heilsufarsmiðuðum spurningalista og Short-Formv2 (SF-36v2) spurningalista um heilsutengd lífsgæði (HL). Einnig var blóðsýni tekið og arfgerð þátttakenda greind.
Niðurstöður: Sýkingartíðni reyndist há hjá öllum hópunum þremur en um 21% einstaklinga með arfgerð O/O hafði fengið fleiri en fimm sýklalyfjakúra síðastliðið ár, 14% með arfgerð A/O og 19% með arfgerð A/A. Einstaklingar með arfgerð O/O höfðu marktækt hærri tíðni magabólgu (p=0,044), þvagfærasýkingu (p=0,016) og bakteríusýkingu í húð (p=0,050) en hinar arfgerðirnar. Einnig var marktækt hærri tíðni liðverkja á morgnanna (p=0,037), kvöldin (p=0,005) og við álag (p=0,024) hjá einstaklingum með O/O arfgerð. HL þátttakenda voru lægri en viðmiðunargildi og gildi karla hærri en gildi kvenna. Einstaklingar með arfgerð O/O höfðu marktækt lægri gildi á flokknum geðheilsa (p=0,033).
Ályktun: Einstaklingar með O/O arfgerð hafa hærri tíðni magabólgu, þvagfærasýkingar, bakteríusýkingar í húð og hærri tíðni stoðkerfisverkja. Heilsutengd lífsgæði eru lægri en viðmiðunar¬gildi en það bendir til að sjúkdómsbyrði sé þó nokkur. Því er vert að íhuga að bjóða þessum hópi meiri stuðning og fræðslu heilbrigðisstarfsfólk, meðal annars í formi göngudeildarþjónustu hjá hjúkrunarfræðingi.
Background: Mannan-binding lectin (MBL) is an important part of the immune system and has two roles; it prevents the spread of infections but MBL initiates the lectin pathway of the complement system that promotes opsonophagocytosis and it takes part in maintaining tissue and controlling inflammation response by modulation of inflammation and promoting clearance of pathogens and apoptotic cells.
MBL deficiency has been studied extensively as it‘s serum concentration may influence susceptibility to infections. MBL deficient individuals are more prone to repeated infections, including respiratory infections and it seems that MBL deficiency is more serious when paired with an autoimmune disease.
Objective: To describe a) clinical status of individuals with various MBL concentration – high, medium and low value in serum and b) health related quality of life (HRQoL) and its connection to health status.
Methods: Participants answered two questionnaires, a detailed study-specific questionnaire focusing on the incident of various infections and disease symptoms, and a health related quality of life Short-Form 36v2 (SF-36v2) questionnaire. Participant‘s blood test was analysed and genotyped.
Results: The results reveal a high infections incidence, more than 21% of individiuals with O/O genotype had more than five antibiotic treatments in the last 12 months, 14% of the A/O genotype and 19% of the A/A genotype. Individuals with the O/O genotype had a significantly higher incidence of gastritis (p=0.044), urinary tract infection (p=0.016) and bacterial skin infection (p=0.050). There was also a significantly higher incidence of joint pain in the morning (p=0.037), the evening (p=0.005) and during strenous effort (p=0.024) among individiuals with the O/O genotype. HRQoL was lower than the general population norm with men having higher HRQoL than women. Individuals with the O/O genotype had a significantly lower HRQoL regarding the mental health subscale (p=0,033).
Conclusion: Individuals with MBL are more prone to gastrits, UT infection, bacterial skin infection and a higher incidence of musculoskeletal pain. HRQoL is lower than of the general population norm that indicates that disease burden is considerable. It should be considered to provide this group with greater support and teaching from health care workers, such as is offered by outpatient nursing clinic.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RITGERÐIN.pdf | 1.15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |