Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21892
Fathers' pedagogical vision : a phenomenological study
Parents, both mothers and fathers, play an important role in fostering their
children’s general growth and well-being. Along with the last century’s great
social changes, the form of the family and family life has changed; and in some
cases it has become much more complex than in the past. This makes it essential
to understand parents’ vision of their role and their experience of being a parent.
One way is to explore their pedagogical vision: their values, goals and practices.
Although the father’s role has changed markedly in the last decades from
being mainly a provider to being more involved in parenting, and good and
involved fathers are seen as important for children’s well-being, it also seems
that father’s involvement has positive effects on the father himself. Still, over
the years, less attention has been paid to fathers as caregivers than to mothers,
and fewer studies have focused on the actual lived experiences of fathers. The
purpose of this study is to gain a deeper understanding of fathers’ pedagogical
vision—their values, goals, and practices—and of how their lived experiences
relate to their pedagogical vision. Another part of the purpose is to modify an
analytical model to understand their vision.
The study’s theoretical framework uses both social constructivism and an
ecological perspective in the spirit of Bronfenbrenner’s ecological system theory.
In addition, Aðalbjarnardóttir’s model of teachers’ and principals’ pedagogical
vision is used to add to our understanding of fathers’ pedagogical vision.
Two research questions guide the study on fathers’ pedagogical vision: 1)
What characterizes the fathers’ pedagogical vision on parenting and childrearing
(values, goals, and practices)? 2) What characterizes the lived
experiences that the fathers in the study relate to their pedagogical vision? The
participants are 23 fathers of children aged 13 and 16. Their pedagogical
vision is explored using qualitative methods for both data collection
(interviews) and data analysis (phenomenological approach).
The analysis revealed several values the fathers appear to use for guidance
in raising their children: security, love and care, honesty, respect, trust, and the
value of the family. The well-being of their children is a leitmotif running
through the fathers’ parenting goals: They want their children to do well,
especially in relation to their happiness and success. They want their children to
be at peace with themselves and with life, have interpersonal skills, follow rules
and customs, have healthy lifestyles, and be self-reliant. Providing children with
security, love and care is an overarching theme in the fathers’ parenting practices. They say they want to be there for the child, be a role model, give
feedback, inform, provide freedom, and maintain discipline. In sum, they highly
emphasize love and care and freedom (freedom of action, autonomy and
independence) and security and boundaries. The fathers’ great emphasis on
love and care is interesting both nationally and internationally because
traditionally intimacy and caring has more often been attributed to women.
The fathers’ lived experiences influence their view: their desire is to do
better than their fathers. They want to participate more fully in parenting their
children and have more of a relationship with them, by spending more time
with them, being emotionally closer to them, and having more and deeper
conversations than they had with their own fathers. By far the most common
pattern is that their role models are mothers (e.g., their own mother and the
mother of their child). Elements of their socio-cultural and historical context,
including Icelandic laws and regulations, values accepted in the community,
the welfare system, media, and time and traditions also affect their views.
The analytic model, which was modified and developed to understand the
fathers’ pedagogical vision, is a theoretical contribution to research on fatherhood.
The modification includes adding socio-cultural and historical context to
the model and explaining how it affects fathers’ views. The findings should be a
valuable contribution to research on fatherhood and fathers’ pedagogical vision.
The findings should also be useful for policy makers in parent education
and informative for administrators and other professionals in this area.
Foreldrar, bæði mæður og feður, gegna mikilvægu hlutverki við að hlúa að
almennum þroska og velferð barna sinna. Samfara miklum þjóðfélagsbreytingum
á síðustu öld hefur fjölskyldugerð og fjölskyldulíf breyst mjög og
hefur í sumum tilvikum orðið flóknara en áður. Brýnt er að vera í stöðugri leit
að því hvernig best megi standa að uppeldi barna og styrkja foreldra í þessu
ábyrgðarmikla hlutverki. Ein leið til þess er að skoða uppeldissýn foreldra:
gildi þeirra, markmið og leiðir.
Á síðustu áratugum hefur hlutverk feðra breyst talsvert frá því að vera
aðallega fyrirvinna fjölskyldu og heimilis til þess að taka meiri þátt í uppeldi
barna sinna. Feður sem taka þátt í lífi barna sinna á jákvæðan hátt eru taldir
mikilvægir fyrir velferð þeirra. Einnig virðist slík þátttaka feðra hafa jákvæð áhrif
á þá sjálfa. Þrátt fyrir þetta hafa feður í gegnum tíðina fengið mun minni athygli
en mæður sem uppalendur og hafa fáir rannsakendur skoðað lífsreynslu þeirra.
Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast dýpri þekkingu og skilning á
uppeldissýn feðra; gildum þeirra, markmiðum og leiðum. Auk þess er skoðað
hvernig lífsreynsla þeirra tengist uppeldissýn þeirra. Jafnframt verður
greiningarlíkan þróað í því augnamiði að auka skilning okkar á uppeldissýn feðra.
Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er sóttur bæði til félagslegrar hugsmíðahyggju
og vistfræðilegs sjónarhorns í anda vistfræðikenningar Bronfenbrenner.
Auk þess er líkan Sigrúnar Aðalbjarnardóttur af uppeldis- og menntunarsýn
kennara og skólastjórnenda notað til að auka skilning á uppeldissýn feðra.
Rannsóknarspurningarnar sem leitað er svara við í rannsókninni á uppeldissýn
feðra eru: 1) Hvað einkennir uppeldissýn feðranna (gildi þeirra, markmið og
leiðir)? Hvað einkennir lífsreynslu feðranna sem þeir tengja við uppeldissýn sína?
Þátttakendur rannsóknarinnar eru 23 feður 13 og 16 ára barna. Uppeldissýn þeirra
er könnuð samkvæmt hefð eigindlegra aðferða bæði hvað gagnasöfnun (viðtöl)
og greiningu gagna (fyrirbærafræðileg nálgun) áhrærir.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að gildin sem feðurnir í rannsókninni
hafa að leiðarljósi við uppeldi barna sinna séu: öryggi, ást og umhyggja,
heiðarleiki, virðing, traust og gildi fjölskyldu. Velferð barnanna gengur eins
og rauður þráður í gegnum markmið feðranna: Þeir vilja að börnin spjari sig
vel, einkum að því er snertir hamingju og velgengni. Þeir vilja að börn þeirra
séu sátt við sjálf sig og lífið, séu hæf í samskiptum, fylgi reglum og venjum,
lifi heilbrigðu lífi og geti staðið á eigin fótum. Að veita börnunum öryggi, ást
og umhyggju er ráðandi þema í uppeldisleiðum feðranna. Þeir segjast vilja vera til staðar fyrir barnið, vera fyrirmynd, veita endurgjöf, upplýsa, veita
frelsi og halda aga. Í stuttu máli leggja þeir mikla áherslu á ást og umhyggju
og frelsi (frjálsræði, sjálfræði og sjálfstæði) og öryggi og mörk. Mikil áhersla
feðranna á ást og umhyggju er áhugaverð bæði hérlendis og á alþjóðavísu þar
sem hefðin hefur verið að kenna þessa þætti við konur.
Lífsreynsla feðranna tengist uppeldissýn þeirra og þeir þrá að standa sig betur
en feður þeirra gerðu: Þeir vilja vera virkari við uppeldi barna sinna og hafa betra
samband við þau. Þeir vilja verja meiri tíma með börnum sínum, vera
tilfinningalega nánari þeim og eiga fleiri og innihaldsríkari samræður við þau en
þeir sjálfir áttu með feðrum sínum. Algengast er að mæður (þ.e. þeirra eigin
móðir og barnsmóðir þeirra) séu fyrirmyndir þeirra við uppeldið. Menning,
félagslegar aðstæður og sögulegt samhengi svo sem gildi samfélagsins, íslensk
löggjöf, velferðarkerfið, fjölmiðlar, tíðarandi og hefðir tengjast einnig sýn þeirra.
Greiningarlíkanið sem var aðlagað og þróað til að skilja uppeldissýn feðranna
er fræðilegt framlag til rannsókna á föðurhlutverkinu. Þróun líkansins miðar að
því að varpa ljósi á hvernig félagslegar aðstæður, menning og sögulegt samhengi
hefur áhrif á sýn feðra. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að vera mikilvægt
framlag til rannsókna á föðurhlutverkinu og uppeldissýn feðra.
Einnig ættu niðurstöðurnar að vera gagnlegar við stefnumótun foreldrafræðslu
og uppeldisráðgjöf og upplýsandi fyrir stjórnendur og aðra fagaðila á þessu sviði.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Dr Hrund Þórarins Ingudóttir.pdf | 2,6 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |