is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21895

Titill: 
 • Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum
 • Titill er á ensku Political parties and Facebook: A study of Icelandic political parties and their social media usage
Útgáfa: 
 • Desember 2014
Útdráttur: 
 • Vægi samfélagsmiðla í þjóðmálaumræðunni eykst stöðugt en lítið er vitað um raunveruleg áhrif þeirra á pólitískan áhuga og þátttöku. Í þessari grein er skoðað hvað einkenndi notkun íslenskra stjórnmálaflokka á þessum miðlum fyrir alþingiskosningarnar 2013 og hvort merkja megi áhrif kjósenda á flokkana í gegnum samfélagsmiðla. Einnig eru skoðuð gögn úr Íslensku kosningarannsókninni um tengsl pólitísks áhuga og netnotkunar. Stuðst er við erlendar rannsóknir á samfélagsmiðlum og farið yfir helstu kenningar fræðimanna um eðli þeirra og möguleg áhrif. Umræða um samfélagsmiðla virðist oft einkennast af rómantískum
  hugmyndum, en endurspeglar ekki endilega raunveruleikann eins og hann birtist okkur í rannsóknum. Niðurstaða greinarinnar er að notkun íslensku flokkanna einkenndist af einhliða samskiptum en ekki samræðum við kjósendur. Facebook er mikilvægasti samfélagsmiðillinn og nýtist best til auglýsinga og til að dreifa skilaboðum á einfaldan hátt til hóps kjósenda. Fátt bendir til að almenningur hafi haft mikil áhrif á kosningabaráttuna í gegnum þessa miðla, eða að þeir hafi haft veruleg áhrif á niðurstöðu kosninganna. Þá virðist fólk með mikinn pólitískan áhuga
  vera líklegra til að nýta sér netið til að fá upplýsingar frá framboðum.
  Efnisorð: Samfélagsmiðlar, Facebook, lýðræði, netlýðræði.

Birtist í: 
 • Stjórnmál & stjórnsýsla (2014), 10:2, 341-367
ISSN: 
 • 1670-6803
Samþykkt: 
 • 8.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1597-1543-1-PB-2.pdf631.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna