is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21897

Titill: 
 • VINIR alla ævi: Forprófun á forvarnaríhlutun sem ætlað er að efla geðheilbrigði skólabarna
 • Titill er á ensku FRIENDS for life: A pilot study on the effect of a preventive intervention on schoolchildren mental health
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Talið er að u.þ.b. 20% barna og unglinga eigi við vanlíðan eða geðröskun að stríða og fái þau ekki aðstoð getur vandinn versnað þegar þau koma á fullorðinsár og því fylgt afleiðingar eins og vímuefnamisnotkun og félagsleg einangrun. Stór hluti barnanna fá seint eða ekki viðeigandi meðferð við þessum vanda. Það er m.a. vegna þess að þau leita sér ekki aðstoðar, vöntun er á úrræðum og biðin eftir þjónustu er löng. Forvarnir og snemmtæk íhlutun í nærumhverfi barnanna ætti að geta aukið þjónustu við þessi börn.
  VINIR alla ævi er forvarnaríhlutun og er ætlað að efla geðheilbrigði barna. Íhlutunin byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar. Áhrif hennar hafa verið töluvert rannsökuð og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin viðurkennt hana sem gagnreynda íhlutun sem dregur úr kvíða hjá börnum.
  Tilgangurinn með þessari forrannsókn var að forprófa íhlutunina VINIR alla ævi og skoða hvort hún geti eflt geðheilbrigði hjá íslenskum skólabörnum. Sérstaklega voru skoðaðar niðurstöður eftir íhlutunina hjá börnunum sem skoruðu hátt á matslistunum fyrir íhlutunina, þ.e. börn sem eru komin með einkenni geðraskanna skv. skimunum.
  Þátttakendur í forrannsókninni voru 18 börn á aldrinum 10-11 ára. Þátttakendur fengu íhlutunina í átta skipti, 70 mínútur í senn yfir átta vikna tímabil. Notað var rannsóknarsniðið hálfstöðluð tilraun með fyrir- og eftirsniði án samanburðarhóps. Fjórir matslistar, sem meta geðheilbrigðisvanda, sjálfsmynd, þunglyndiseinkenni og kvíðaeinkenni, voru lagðir fyrir áður en íhlutun hófst og eftir hana.
  Marktækur munur var á geðheilbrigði þátttakendanna fyrir og eftir íhlutunina skv. einum matslista, þeim sem metur geðheilbrigðisvanda (p<0,05), en ekki skv. hinum þremur matslistunum, sem mátu sjálfsmynd, þunglyndiseinkenni og kvíðaeinkenni. Börn sem voru með hækkuð viðmið á matslistunum fyrir íhlutun höfðu flest lækkað að henni lokinni.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íhlutunin getur að einhverju leyti eflt geðheilbrigði íslenskra barna. Þó þarf að rannsaka það betur með stærra úrtaki svo hægt sé að yfirfæra þær á þýðið.
  Lykilorð: Geðheilbrigði, forvarnir, snemmtæk íhlutun, börn, VINIR alla ævi

 • Útdráttur er á ensku

  Approximately 20% of all children and adolescents deal with some type of mental disorder. If left untreated, their condition may deteriorate sometimes associated with substance abuse and social depriving. These individuals do not always receive appropriate treatment. The reason for this is the lack of appropriate resources, long waiting lists or the children won´t seek help. Prevention or early interventions in the local community can increase available services for these individuals.
  FRIENDS for life is a preventive intervention that aims to promote children mental health. The prevention is based on cognitive behavioral therapy. The benefits of this intervention have been established by multiple research and the intervention is acknowledged by the World Health Organization as an evidence-based intervention to prevent anxiety disorder in children.
  The aim of this pilot study was to examine if the intervention, FRIENDS for life, had effects on mental health of Icelandic schoolchildren. Special emphasis was placed on post-test data of children, who had elevated scores on the assessment lists before to the intervention and therefore increased risk of mental disorders.
  The sample consisted of 18 participants, children 10-11 years of age. The participants received the intervention in eight sessions, for 70 minutes, over a period of eight weeks. A Quasi-experimental, one group pre/post – test design was used. Four assessment lists, indicating mental disorders, self-esteem, depression and anxiety, were administered, both before and after the intervention.
  Analysis showed a significant improvement for the participants mental health following intervention, according to one of the assessment lists, the one identifying mental problems in general (p<0, 05). Results from the other three more specific lists who indicated self-esteem, depression and anxiety did not reach statistical significance. Most of the children having elevated scores before the intervention, had lowered score following the intervention.
  The results indicate that FRIENDS for life might strengthen mental health for Icelandic children. However, for transferring the results to the population a larger research sample is required.
  Keywords: Mental health, prevention, early intervention, children, FRIENDS for life

Samþykkt: 
 • 8.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Inga Grímsdóttir.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna