en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2190

Title: 
 • is Stuðningur við jákvæða hegðun: Grunnlínumælingar í 1. – 4.bekk í þremur grunnskólum haustið 2007.
Other Titles: 
 • is Positive Behavior Support: Baselines in three elementary schools in the fall of 2007.
Abstract: 
 • is

  Markmið rannsóknarinnar var að gera grunnlínumælingar með beinu áhorfi til
  að geta metið árangur stuðnings við jákvæða hegðun í 1. – 4. bekk í þremur
  grunnskólum. Grunnlínumælingarnar voru gerðar haustið 2007 og er fyrsti hluti af 5
  ára rannsóknaverkefni í grunnskólum sem stefna á innleiðingu stuðnings við jákvæða
  hegðun. Hegðunarvandamál eru mjög algeng í grunnskólum og hefur vantað úrræði
  fyrir alla nemendur skólanna en ekki bara þá sem eru með greiningar samkvæmt
  greiningarviðmiðum geðlæknasamtaka. Stuðningur við jákvæða hegðun er hegðunarmótunarkerfi
  sem byggist á hagnýtri atferlisgreiningu og nær til allra nemenda,
  starfsfólks og kennara í skólum. Árangur af stuðningi við jákvæða hegðun hefur verið
  metin með huglægu mati en þörf er á frekari rannsóknum með beinum
  áhorfsmælingum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að mikill munur var á
  hegðun nemenda og afleiðinga hegðunar í kennslustofu og á almennum svæðum
  skólanna. Einnig kom fram mikill munur á milli daga, sem er líklega hægt að rekja til
  mismunandi kennara og starfsfólks í mælingum. Það var ekki virkt eftirlit í skólunum,
  starfsfólk var almennt ekki sýnilegt og það var algengt að einungis væri skimað eftir
  vandamálahegðun en ekki veitt góðri hegðun athygli.

Accepted: 
 • Apr 14, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2191


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ingunn_Brynja_Einarsdottir_fixed.pdf528.34 kBLockedMeginmálPDF
Ingunn_Brynja_Einarsdottir_Forsida_fixed.pdf7.72 kBLockedForsíðaPDF