en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/21903

Title: 
  • Title is in Icelandic Endurhæfing og krabbamein : viðhorf, ánægja, líðan og bjargráð sjúklinga á Norðurlandi í meðferð
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Bakgrunnur rannsóknar: Endurhæfing krabbameinssjúklinga er nauðsynleg til að auka lífsgæði og viðhalda getu. Fylgikvillar sjúkdómsins og meðferðarinnar eru flóknir og erfiðir. Krabbameinssjúklingar þurfa stuðning og hvatningu til að takast á við þessa fylgikvilla. Sífellt fleiri greinast með krabbamein og er það alþjóðlegt vandamál. Endurhæfing felur í sér ýmis úrræði þar sem unnið er með andlega, líkamlega- og sálfélagslega líðan.
    Tilgangur rannsóknar: Helsti tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf einstaklinga í meðferð vegna krabbameins til endurhæfingarþjónustu á Norðurlandi. Kanna ánægju þeirra með endurhæfingarþjónustuna, líðan þeirra og bjargráð.
    Aðferðarfræði: Valin var eigindleg fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð og viðtöl notuð til að afla gagna. Stuðst var við hálfstaðlaðan viðtalsramma við gagnaöflun. Tekin voru níu viðtöl og þau gagnagreind með innihaldsgreiningu. Rýnt var í innihald textans sem var flokkaður og tilvitnanir sem tengdust settar saman og merktar. Texti var flokkaður í þemu eftir innihaldi hans. Undirliggjandi merking allra þáttanna var sett saman í einn yfirflokk sem lýsti viðhorfum og reynslu krabbameinssjúklinga á Norðurlandi af endurhæfingu á svæðinu.
    Niðurstöður: Skilgreining þátttakenda á endurhæfingarþjónustu krabbameinssjúklinga á Norðurlandi var: Andleg og líkamleg líðan, sjálfsbjargarviðleitni og tilviljanir ráða úrslitum um markvissa endurhæfingarþjónusta fyrir krabbameinsveika einstaklinga á Norðurlandi. Fjögur meginþemu komu fram: Viðhorf og ánægja með þjónustuna, Þarfir krabbameinssjúklinga í lyfjameðferð, Bjargráð og Áhrifaþættir á lífsgæði. Hvert þema stóð fyrir nokkrum undirþemum. Niðurstöður gáfu vísbendingar um að skortur væri á markvissri endurhæfingarþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga á Norðurlandi. Einnig komu fram vísbendingar um þörf á aukinni jafningjafræðslu og stuðningi við fjölskyldur krabbameinssjúklinga.
    Ályktun: Mikilvægt er að bæta endurhæfingu krabbameinssjúklinga á Norðurlandi. Byggja þarf upp markvissa endurhæfingu sem sjálfsagðan hluta meðferðar sem fer í gang við greiningu krabbameins. Mikilvægt er að til staðar sé fagfólk sem hjálpar krabbameinssjúklingum og fjölskyldum þeirra að byggja upp andlegt, líkamlegt og félagslegt þrek. Ráðgjöf þarf að vera til staðar sem bæði hinn veiki og aðstandendur geta leitað til.

  • Background: Rehabilitation of cancer patients is necessary to increase quality of life and sustain ability. The complications of the disease and its treatment are complex and difficult. Cancer patients need support and encouragement to deal with these complications. More and more people are diagnosed with cancer and it is an international problem. Rehabilitation includes a variety of resources aiming at emotional, physical and psychosocial wellbeing.
    Aim: The main purpose of the study was to explore the views of
    individuals in cancer treatment on rehabilitation service in North Iceland, their satisfaction with the service, their wellbeing and coping.
    Methodology: A qualitative, phenomenological approach with semistructured interviews were used to gather data. Nine interviews were
    conducted and analyzed with the methods of content analysis. The content of the text was reviewed and categorized, related quotes were put together and marked. The text was categorized in themes according to its content. Underlying meaning of all the factors were put together in one main category which described the views and experiences of cancer patients in North Iceland from rehabilitation service in the region.
    Results: The participants´ definition of rehabilitation service for cancer patients in North Iceland was: Emotional and physical wellbeing, efforts to help themselves and coincidences are decisive factors in systematic rehabilitation service for cancer patients in North Iceland. Four main themes occurred: View on and satisfaction with the service, Needs of cancer patients in chemotherapy, Coping and effects on quality of life. Every theme consisted of a few subthemes. The results indicate a lack of systematic rehabilitation service for cancer patients in North Iceland, and a need for increased peer education and support for the cancer patients´ families.
    Conclusions: It is important to improve rehabilitation service in North
    Iceland and also to build up systematic rehabilitation service as a part of the treatment cancer patients receive. Rehabilitation should start immediately after diagnosis of cancer. It is important to have professionals who help cancer patients and their families to build up psychical and sociological strength. Cancer patients and their families have to be able to get counselling.

Accepted: 
  • Jun 8, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21903


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Endurhæfing og Krabbamein Viðhorf, ánægja, líðan og bjargráð sjúklinga á Norðurlandi í meðferð.pdf659.79 kBOpenForsíðaPDFView/Open