is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21905

Titill: 
  • Teymisvinna kennara í grunnskólastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Teymisvinna er nokkuð nýtilkomið hugtak innan íslenska skólasamfélagsins. Þessir nýju starfshættir í skólastarfi vöktu athygli mína þegar ég var á fyrsta ári í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með þessari ritgerð var að dýpka eigin skilning á teymisvinnu kennara og reyna að mynda mér skoðun á þessum tilteknu starfsháttum út frá gagnrýnu sjónarhorni. Þetta leitaðist ég við að gera með upplýsingaöflun gegnum fræðilegar bækur og greinar sem og leit á veraldarvefnum. Í ritgerðinni eru skilgreiningar á hugtakinu „teymisvinna kennara“ skoðaðar, fjallað um eðli og eiginleika teymisvinnu kennara en einnig hvernig teymi eru mynduð og hvað mótar þau. Helstu kostum og takmörkunum teymisvinnu kennara eru gerð skil og að lokum er fjallað um á hvaða hátt Aðalnámskrá grunnskóla fjallar um teymisvinnu kennara.
    Teymisvinnu kennara má skilgreina þannig að tveir eða fleiri einstaklingar vinni saman í hóp og setji sér sameiginleg markmið. Eðli teymisvinnunnar getur verið mismunandi. Einstaklingar þurfa ekki endilega að starfa á sama tíma í teyminu né heldur kenna sama hópi. Marga þætti þarf að hafa í huga þegar kemur að því að setja saman teymi, þeir snúa meðal annars að markmiðasetningu og almennu skipulagi, samskiptum innan hópsins og hlutverki hans. Ef teymi starfar vel saman getur ávinningur þess meðal annars verið aukin þekking á námi nemenda og fjölbreyttari kennsluhættir en auk þess getur samvinna teymismeðlima dregið úr einangrun kennara. Aftur á móti er margt sem getur farið úrskeiðis í teymisvinnu. Þar er fyrst að nefna tímann sem fer í samvinnu kennara, hann getur auðveldlega farið til spillis, til dæmis í almennar umræður sem ekki tengjast skólanum. Þá getur vantraust og misræmi í skipulagi og markmiðasetningu orðið til þess að teymi nái ekki að starfa eins vel og áætlað var. Aðalnámskrá grunnskóla fjallar þrjá þætti tengda samvinnu sem þó fjalla ekki með beinum hætti um teymisvinnu kennara, þó má ætla að gott samstarf kennara þeirra á milli leiði til jákvæðrar hugsunar nemenda í tengslum við samvinnu.

Samþykkt: 
  • 8.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Teymisvinna kennara í grunnskólastarfi.pdf394.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna