is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21906

Titill: 
 • Greining á kennsluaðferðum í sögu á framhaldsskólastigi : reynsla og viðhorf sögukennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknarinnar var kennsluaðferðir í sögu á framhalds-skólastigi. Saga hefur orð á sér fyrir að vera fag þar sem áherslan er á þekkingu og utanbókarlærdóm nemenda. Það eru ekki til neinar rannsóknir sem einbeita sér einungis að sögukennslu í framhaldsskólum en almennar rannsóknir á kennsluaðferðum framhaldsskóla hafa dregið upp mynd þar sem kennsluaðferðir í eru helst til of einhæfar. Viðfangefnið var sett í fræðilegt samhengi þar sem notast var við erlendar og íslenskar heimildir. Kennsluaðferðir voru kannaðar út frá markmiðum náms almennt séð og sérstaklega út frá markmiðum og tilgangi sögukennslu. Sett var fram sögulegt yfirlit yfir þróun sögukennslu á Íslandi.
  Í þessari rannsókn voru tekin djúpviðtöl við fjóra viðmælendur sem allir voru sögukennarar í framhaldsskóla. Tilgangur viðtalanna var að afla gagna sem gætu skýrt þessa mynd og vonandi sett hana í stærra samhengi. Niðurstöðurnar voru greindar með eigindlegri aðferðafræði þar sem sex þemu voru sett fram og rædd.
  Helstu niðurstöður voru þær að þrátt fyrir að kennsluaðferðir hafi verið helst til einsleitar samkvæmt einu sjónarhorni voru þær fjölbreyttar samkvæmt öðru. Vægi fyrirlestra hefur minnkað fyrir aukinni verkefnavinnu. Samt sem áður var áherslan frekar á markmið sem tengjast þekkingu heldur en sköpun og frumkvæði. Af mismunandi markmiðum sögukennslu var útskýring nútímans með vísun til fortíðar mest áberandi. Viðhorf sögu-kennara til áhuga nemenda voru nokkuð mismunandi, frá því að telja afstöðu þeirra hindrun á skólaþróun til þess að telja þá jákvæða til breytinga ef rétt er farið að.
  Sögukennarar eru almennt meðvitaðir um mikilvægi fjölbreyttra kennslu-aðferða og mikilvægi þess að haga kennslu eftir aðstæðum, án þess þó að þeir byggi aðferðir sínar meðvitað á kennslufræði. Það umhverfi sem þeir störfuðu í hafði töluverð áhrif á það hvaða kennsluaðferðir þeir kusu að beita. Samt sem áður var hægt að greina mismunandi áherslur sem tengdust persónu hvers kennara.

 • Útdráttur er á ensku

  The topic of this thesis was teaching methods in history in Icelandic junior college (ages 16-20). History has a reputation for being a subject where the emphasis has been placed on knowledge and rote-learning. There is currently no research available with the focus purely on history teaching in junior colleges in Iceland but general research of teaching methods used in junior collages has painted a picture of rather homogeneous teaching methods. The topic was put in context with scholarly discussion from Icelandic and foreign sources. Teaching methods were explored from the angles of educational objectives in genereal and particularly from the purpose and objectives of history education. Historical overview of development of history teaching in
  Iceland was put forward. In this thesis in-depth interviews with four junior college history teachers were used to collect data. The goal was to explain this picture and put it in larger context. The findings were analysed using qualitative methods where six themes were put forward and discussed. The main findings were that despite teaching methods being homogenous from one viewpoint they were more diverse from another. The weight of lecture based teaching has declined with greater use of assignment based teaching. Despite that the main emphasis was on knowledge goals but not creative or initiative goals. Of different objects of history teaching, explaining modern times with reference to the past was the most prominent. Teacher attitude towards student enthusiasm varied from calling student attitues barrier of school development to calling the positive to changes with the right approach.
  History teachers are generally aware of the importance of diverse teaching methods and the importance of teaching according to conditions, despite not building consciously on educationaly theory. The teaching environment has considerable influence on what teaching methods are chosen. Nevertheless it is possible to make out different emphasis that is connected to each teacher’s personality.

Samþykkt: 
 • 8.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
runarmarthrainsson_ritgerd_kha.pdf809.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna