is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21909

Titill: 
  • Uppeldisstefnan Jákvæður agi : viðhorf og reynsla kennara og foreldra í einum grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er rannsókn á reynslu og viðhorfum kennara og foreldra af uppeldisstefnunni Jákvæðum aga í Borgarhólsskóla og hvaða árangri stefnan hefur skilað skólanum að þeirra mati. Rannsóknin var tilviksrannsókn með blandaðri aðferð. Tilvikið var uppeldisstefnan Jákvæður agi í Borgarhólsskóla og sjónum beint að viðhorfi kennara og foreldra til stefnunnar og reynslu þeirra af henni. Eigindlegur hluti gagnaöflunar fól í sér einstaklingsviðtöl og rýnihópsviðtal við kennara og megindlegur hluti hennar var spurningakönnun sem lögð var fyrir foreldra barna við skólann.
    Rannsóknarspurningarnar sem leitað var svara við eru þessar:
    1. Hver eru viðhorf kennara Borgarhólsskóla til uppeldisstefnunnar Jákvæðs aga og hver er reynsla þeirra af innleiðingu stefnunnar?
    Undirspurning: Hverju hefur stefnan breytt að mati kennara varðandi samskipti, starfshætti og skólabrag?
    2. Hver eru viðhorf foreldra til uppeldisstefnunnar Jákvæðs aga í Borgarhólsskóla?
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að innleiðing stefnunnar hafi að mestu gengið vel og að Jákvæður agi hafi almennt haft jákvæð áhrif á samskipti, skólabrag og starfshætti Borgarhólsskóla. Niðurstöður úr foreldrakönnuninni benda til þess að meirihluti foreldra hafi jákvæð viðhorf til stefnunnar en þekki fremur lítið til hennar. Bæði kennarar og meirihluti foreldra telja að þörf sé á frekari kynningu fyrir foreldra.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this project is to investigate the experiences and attitudes of teachers and parents of the educational strategy „Positive discipline“ in Borgarhólsskóli and in what way this strategy has benefitted the school in their opinion. The research was a case study with a mixed method. The case was the educational strategy „Positive discipline“ in Borgarhólsskóli, the attitudes of teachers and parents towards this strategy and their experiences of it. The qualitative data included individual interviews and a focus group interview with teachers. The quantitative part was a questionnaire the parents of children in the school answered.
    The research questions that the study attempted to answer were:
    1. What are the attitudes of teachers in Borgarhólsskóli towards the educational strategy „Positive Discipline“ and what are their experiences of the implementation of the strategy?
    Subquestion: What changes, in the opinion of the teachers, has the strategy brought about with regard to communication, practices and the ethos of the school?
    2. What are the attitudes of parents towards the educational strategy „Positive discipline“ in Borgarhólsskóli?
    The results suggest that the implementation of the strategy has mostly been successful and that „Positive discipline“ has had positive influence on communication, ethos and practices in Borgarhólsskóli. The results from the parent survey suggest that the majority of parents are positive when it comes to this strategy, but that they do not know much about it. Both the teachers and the majority of parents think that this strategy needs to be better presented to the parents.

Samþykkt: 
  • 8.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagbjört Erla_Meistaraprófsverkefni_KDHA.pdf932,68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna