is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21915

Titill: 
 • Teymiskennsla á unglingastigi grunnskóla : tveir plús tveir verða meira en fjórir
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Aukin áhersla á samstarf kennara hefur verið áberandi í íslenskum grunnskólum undanfarin ár. Kennarar sem og skólar í heild, hafa í auknum mæli innleitt teymiskennslu í starfshætti sína þar sem aðferðin byggir á nánu samstarfi tiltekins hóps sem kemur að kennslu ákveðins nemendahóps.
  Í þessu verkefni er gerð grein fyrir hugmyndum fræðimanna um það hvað felst í fyrirkomulagi teymiskennslu. Verkefnið byggir á rannsókn sem hefur það markmið að varpa ljósi á og reyna að skilja, hvernig kennarar á elsta stigi grunnskóla vinna í teymum og hvaða árangri það skilar. Rannsóknin er eigindleg og byggir fyrst og fremst á rýnihópaviðtölum við starfandi kennarateymi þriggja grunnskóla, ásamt vettvangsathugunum sem fram fóru í kennslustundum hjá þátttakendum. Í rannsókninni er unnið út frá eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvernig er teymiskennslu háttað á unglingastigi, hvaða tækifæri gefur hún og hvað stendur henni helst fyrir þrifum?
  Niðurstöður sýna að samsetning teyma er ólík, starfsemi þeirra er mismunandi og eins skipulag og áherslur hvers skóla hvað varðar teymiskennslu. Í ljós kom að stuðningur stjórnenda við teymi er mismikill og hafði það áhrif á starfsemi teyma og þróun teymisvinnunnar. Allir þátttakendur voru hliðhollir fyrirkomulaginu og töldu kosti þess fleiri en galla þar sem fyrirkomulagið gefur aukin tækifæri í námi og kennslu, t.d. hvað varðar sveigjanleika og að mæta þörfum nemenda. Niðurstöður gefa vísbendingu um að sameiginleg ábyrgð teymismeðlima, hvað varðar kennslu námsgreina, sé helsta áskorun fyrir þróun teymiskennslunnar.
  Niðurstöður geta gefið kennurum sem starfa í eldri bekkjum grunnskóla, stjórnendum og öðrum sem málið varðar, gagnlegar upplýsingar um þá þætti sem taldir eru mikilvægir í tengslum við teymiskennslu. Einnig getur rannsóknin varpað ljósi á hvað það er sem helst stendur í vegi fyrir að samstarfið verði farsælt og hvernig hægt er að stuðla að skilvirkari starfsháttum.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, increased interaction and collaboration amongst educators in the Icelandic compulsory school has been evident. Educators and schools in general have increasingly adapted a team teaching approach into their curriculum. Team teaching is a group of educators closely collaborating to support students in their studies.
  In this project, we will look at how team teaching is seen from the academic point of view and how it works. The project is based on a study with the intention of revealing and shedding light on how educators at the highest grade levels utilize this approach and how successful they are. The research study is a qualitative research that involves interviewing focus groups among the staff of participating educators at three different schools, in addition to making observations in the classrooms. The study is based on the following questions: „how is the team teaching approach used with the older students?, what opportunities does it bring?, and what are the main challenges?“
  The study showed that the organization of the team teaching approach varied, the execution was different and each school had its own emphasis. It turned out that the level of support by the leadership teams varied significantly and that was a determining factor in terms of success rate. All participants agreed that the benefits of this approach were more significant than not and that it created more opportunities to study and allowed for more flexibility for both students and educators. The findings indicate that the most significant challenge in the evolvement of this approach is the shared responsibility of all participants in the team teaching, when it comes to teaching the curriculum.
  The findings can give educators at the higher grade levels, school leaders, and others involved valuable information regarding the pros and cons of the team teaching approach. In addition, it can reveal the most common obstacles for success as well as how to become more successful.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.5.2017.
Samþykkt: 
 • 8.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristínMargretGisladottir_ritgerd_kdHA.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kristin_Gisla_Efnisyfirlit_kdHA.pdf145.9 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Kristin_Gisla_Heimildir_kdHA.pdf496.88 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna