is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21916

Titill: 
 • Notkun krufningar í náttúrufræðikennslu : forsendur og ávinningur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Reynsla af notkun krufningar á brjóstholslíffærum svína í æfingakennslunni er kveikjan að viðfangsefni rannsóknarinnar. Ritgerðin fjallar um forsendur og ávinning þess að nota krufningu sem kennsluaðferð þegar kenna á nemendum um hlutverk, starfsemi og uppbyggingu hjarta og lungna. Gerð var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem tekin voru einstaklingsviðtöl við þrjá náttúrufræðikennara og tvö rýnihópaviðtöl við 12 nemendur í 9. bekk. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á viðhorf og reynslu kennaranna og nemendanna af krufningu á brjóstholslíffærum svína.
  Í ritgerðinni er farið yfir áherslur í náttúrufræðikennslu í menntasögu þjóðarinnar frá árinu 1903 til nútímans. Fjallað er um hugmyndir Jean Piagets og Lev Vygotskys um uppbyggingu þekkingar og hugmyndir John Deweys um reynslunám, lýðræðishyggju og vísindahyggju. Skoðað er að hverju þarf að huga í verklegri kennslu í náttúrufræði og námslegar forsendur hennar. Einnig er tveimur erlendum rannsóknum gerð skil, önnur er yfirlitsgrein um viðhorf kennara til krufningar og hin er eigindleg rannsókn um upplifun nemenda af krufningum.
  Rannsóknin leiddi í ljós að kennararnir og nemendurnir hafa almennt góða reynslu og jákvæð viðhorf til krufningar. Nemendunum fannst krufningartímarnir spennandi, skemmtilegir og gagnlegir fyrir nám þeirra. Það sem hvatti kennarana til að nota krufningar í kennslu er að koma til móts við þarfir nemenda og til að brjóta upp bóklegt nám með verklegri kennslu. Krufningar hafa marga námslega kosti sem vega upp á móti hugsanlegum göllum. Styrkleiki krufninga felst í að margir nemendur læra betur með því að framkvæma sjálfir, sjá hvernig líffærin líta út í alvörunni og handfjatla þau. Krufningar hafa þann ávinning fram yfir flestar aðrar kennsluaðferðir að þær virkja öll skynfæri nemenda því þeir geta snert, heyrt, lyktað og séð alvöru líffæri. Til þess að krufningar séu markvissar þarf að undirbúa, tímasetja og skipuleggja þær vel og nota góð krufningarverkefni sem ýta undir það að nemendur ígrundi og dragi ályktanir.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis covers the premises for, and the benefits of using dissection as a teaching approach when teaching students about the role, function, and structure of the heart and lungs. The inspiration for the study is derived from my experience during practice teaching, in the dissection of the thoracic organs of pigs. This is a qualitative study, in which I conducted individual interviews with three science teachers and then interviewed twelve 9th grade students in two focus groups. The study is intended to shed light on both the students’ and teachers’ views and experiences of dissecting thoracic pig organs.
  The thesis reviews emphases in science education within the nation’s educational history, spanning from 1903 up until present day. Furthermore, Piaget’s and Vygotsky’s ideas about development of knowledges is discussed and Dewey’s experiental learning, democracy in education, and secularism are reported. Additionally, the thesis looks into the needs and considerations of utilising practical teaching in science education, and studies its criteria. Finally, the thesis reviews two foreign studies, a review article about teachers’ views regarding dissections, and one qualitative study about students’ experience of dissections.
  The study revealed that teachers and students generally have a good experience with dissections as well as a positive attitude towards them. The students thought the dissection classes where exciting, entertaining and useful for their learning. The main motivation behind teachers utilising dissections in teaching was to cater to the needs of students and to break up theoretical learning with practical work. Dissections have many academic benefits that offset the potential disadvantages. The benefits of using dissections are that many students learn better by performing tasks themselves, seeing what organs look like in real life, and handling them. Dissections are superior to most other teaching methods in the sense that they activate the students’ senses as they can touch, hear, smell and see the real organs. For dissections’ classes to be effective they need to be adequately prepared, scheduled, and organised and it is important to use suitable dissection projects that encourage students to reflect and draw conclusions.

Samþykkt: 
 • 8.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris Berglind C. Jónasdóttir_Ritgerdin_kdHA.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna