is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21918

Titill: 
 • Tilfinningaþroski barna og leikskólastarf
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikilvægt er að leikskólakennari geri sér grein fyrir hversu mikil áhrif tilfinningaþroski barna getur haft á líf þeirra. Leikskólakennari þarf að hafa í huga þarfir barnanna við skipulagningu á leikskólastarfi og finna leiðir til að efla tilfinningaþroska eftir bestu getu ásamt því að skipuleggja daglegt starf þarf að hafa í huga að efla tilfinningalega færni þeirra. Í ljósi þess var áhersla rannsóknarinnar sett á að skoða hvernig og hvort áherslur á tilfinningaþroska barna hafi breyst á síðustu tveimur áratugum. Til að rannsaka það voru tekin viðtöl við átta leikskólakennara sem höfðu starfað á leikskóla í tuttugu ár eða lengur, í viðtölunum var lögð áhersla á upplifun leikskólakennaranna á stöðu leikskólastarfsins með áherslu á tilfinningaþroska barna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að leikskólakennararnir telja að áherslur hafi aukist á mikilvægi tilfinningaþroska barna. Þeir telja einnig að með tilkomu uppeldisstefnu á leikskólum hafi orðið aukin vakning fyrir tilfinningaþroska barna og að börn hafi öðlast meiri viðurkenningu. Að mati höfundar þurfa leikskólakennarar að ígrunda reglulega hvernig leggja skuli áherslu á tilfinningaþroska barna. Leikskólakennararnir átta telja að tilfinningaþroski sé og eigi að vera stór hluti af starfi leikskólans og skuli fléttast inn í daglegt starf. Einnig telja þeir að undirstaða alls sé að hafa góða stjórn á eigin tilfinningum.

 • Útdráttur er á ensku

  It is important that preschool teachers are aware of how much influence emotional development of children can have on their lives. A preschool teacher needs to consider the needs of the children in the planning of activities and find ways to promote emotional development, best of their ability, as well as organizing daily work. Due to this the focus in this research was to observe how and if emphasizing on emotional development in children has changed over the past two decades. Interviews were conducted with eight preschool teachers that had worked in a kindergarten for two decades or more, the interviews emphasized on the teacher’s experience on the kindergarten’s status regarding children’s emotional development.
  The results of the research show that the teachers believe that there has been an increase in emphasis on the importance of children’s emotional development. They also believe that with the introduction of early childhood education in kindergartens, there has been an increased awakening for the emotional development of children and that children have gained more recognition. It is the author’s opinion that preschool teachers need to regularly consider how to emphasize the emotional development of children. The eight teachers believe that emotional development is, and should be, a big part of the kindergarten and should be woven into the daily work. They also consider that knowing how to control your emotions is crucial.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.6.2016.
Samþykkt: 
 • 8.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurveig_Petra_MPR0230.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna