is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21920

Titill: 
 • Námsvefur í náttúrufræði : mannslíkaminn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þetta meistaraverkefni er lokaverkefni til M.Ed. prófs í menntunarfræði við Háskólann á Akureyri. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á gildi samþættingar upplýsingatækni og náttúrufræði með hönnun og framsetningu námsvefs þar sem nemendur geta lært um mannslíkamann á gagnvirkan og fræðandi máta. Stuðst var við útgefið námsefni frá Námsgagnastofnun við gerð námsvefsins, auk þess sem áherslur í aðalnámskrá grunnskóla frá 2013 og grunnþættir menntunar voru hafðir að leiðarljósi.
  Fræðileg ritgerð, sem ætlað er að rökstyðja notkun slíks vefs, fylgir námsvefnum. Í ritgerðinni er litið yfir þróun tölvunnar og skólastarf á tölvuöld, kennslufræðilegum þáttum eru gerð skil og vinnslu námsvefsins er lýst.
  Fjölbreyttir kennsluhættir mæta ólíkum námsþörfum og geta styrkt og eflt ólíkar greindir nemenda. Með áhugavekjandi námsefni, hvetjandi námsumhverfi og samþættingu námsgreina er mögulegt að flétta saman ólíkum viðfangsefnum, gefa nemendum tækifæri á að nálgast efnið með fjölbreyttum hætti og dýpka þekkingu þeirra enn frekar. Framsetning námsvefs er a.m.k. ein leið til að stuðla að þessum markmiðum, kveikja áhuga hjá nemendum og gefa kennurum færi á að nálgast viðfangsefnið með fjölbreyttum hætti.
  Námsvefurinn er hannaður með efstu bekki grunnskóla í huga en nýtist jafnframt öllum þeim sem hafa áhuga. Að öðru leyti á hann að höfða jafnt til allra nemenda óháð aldri, kyni, menningu, þjóðerni o.fl. Vefurinn byggir að svo stöddu á nokkrum afmörkuðum þáttum um mannslíkamann. Markmið er að bæta við og halda þróun námsvefsins áfram þannig að hann nýtist á fleiri sviðum náttúrufræðikennslu.

 • Útdráttur er á ensku

  This Master‘s thesis is the final assignment for an M.Ed. degree in Educational Studies at the University of Akureyri. The intention of the project is to highlight the value of integration of information technology and natural science, by designing and presenting an educational website, where students can learn about the human body in an interactive and educational manner. The educational website is based on published material from The National Centre for Educational Materials (NCEM), emphasis in The Icelandic National Curriculum from 2013 as well as the fundamentals of education.
  The educational website is accompanied by an academic essay, which is intended to support the usage of such websites. The essay covers the following topics: computer development, school in the information age, discussions of pedagogical aspects and finally a description regarding the construction of the educational website, including technical details.
  These diverse learning needs are met by a variety of teaching methods which can strengthen the multiple intelligences of students. The various interweaving of interesting material, an inspiring learning environment and subject integration, provides the opportunity to approach subjects from different perspectives and deepen students knowledge further. At least one way to promote these aims is by presenting an educational website, inspiring students and giving teachers the opportunity of diverse subject approach.
  The educational website is designed for Lower Secondary Education, in addition to serving all who are interested. It is intended to appeal equally to all students, regardless of age, gender, culture, nationality etc. Currently the educational website only presents a few specific aspects of the human body. The future goal is to further improve and develop the website, making it useful in other fields of natural science education.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.6.2045.
Samþykkt: 
 • 8.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21920


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HeikeVK_MED_Namsvefur_i_natturufraedi_Efnisyfirlit_kdHA.pdf220 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
HeikeVK_MED_Namsvefur_i_natturufraedi_Heimildir_kdHA.pdf199.99 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
HeikeVK_MED_Namsvefur_i_natturufraedi_Fylgiskjol_kdHA.pdf278.8 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
HeikeVK_MED_Namsvefur_i_natturufraedi_Heildartexti_kdHA.pdf7.29 MBLokaður til...01.06.2045HeildartextiPDF