Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21921
Ritgerð þessi er lokaritgerð sem unnin er til M.Ed. prófs í menntunarfræði við Háskólann á Akureyri. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvað liggur að baki vali nemenda sem fara í iðnnám að loknum grunnskóla. Gerð er grein fyrir sögu iðnnáms á Íslandi og hvernig verkmenntun birtist í grunnskólum og framhaldsskólum. Vísað er í lög og reglugerðir sem snúa að iðnnámi ásamt rannsóknum á þeim tímamótum þegar nemendur í grunnskólum standa frammi fyrir því að velja sér náms- og starfsferil.
Tekin voru viðtöl við tíu nemendur úr tveimur fjölbrautaskólum. Viðtölin snerust um upplifun þeirra af þeim tímamótum þegar taka þurfti ákvörðun um hvert þeir vildu stefna að loknum grunnskóla.
Niðurstöður viðtalanna leiddu í ljós að nemendur velja iðnnám að loknum grunnskóla vegna áhuga á iðngreinum. Þeir leituðu meðal annars til foreldra sinna þegar þeir veltu fyrir sér því vali sem stóð þeim til boða en á endanum tóku þeir sjálfstæða ákvörðun án þrýstings frá öðrum en nutu þó engu að síður stuðnings frá foreldrum. Rannsóknin sýndi að fáir nemendur virðast leita ráða hjá náms- og starfsráðgjafa þegar þeir ráða fram úr því hvert þeir vilja stefna í lífinu. Engu að síður virðist meirihluti nemenda hafa haft aðgang að slíkri aðstoð en nýttu sér hana ekki. Þó áhugi hafi ráðið vali nemenda, að fara í iðnnám að loknum grunnskóla, þá töluðu nemendur um að náms- og starfskynningar og heimsóknir í framhaldsskóla hafi gefið góða innsýn í það námsframboð sem stóð þeim til boða og hjálpað þeim að þrengja val sitt, þrátt fyrir að ráða ekki alfarið valinu.
This thesis is a final assignment towards M.Ed. degree in magister education science at the University of Akureyri. The purpose of this thesis is to shine a light on what lies behind the decision to go to vocational school after elementary school. Emphasis is on the history of vocational education in Iceland and how crafts are thought in elementary schools. Also there will be emphasis on laws and regulations presented by the government about vocational education and researches that shine a light on this turning point in the teenagers lives, when they move from elementary school and have to choose what path they want to go.
Ten students from separate vocational schools in two different communities were interviewed. These interviews consisted of seventeen questions related to their experience of this turning point in their lives, when they have to take a decision about what they want to do after finishing elementary school.
The interviews showed that the students who choose to go to vocational training after elementary school do so because they are interested in the industry. Almost every student seeks advisement from their parents about what to do after elementary school but at the end they took an independent decision about what they want to do without pressure from their parents to choose a specific path. This research showed that very few students seek advice from a guidance counsellor when they are deciding what to do in their live. Although it seems that almost all students had the choice to go to a guidance counsellor but decided not to do so. The interest in the industry was the most important factor in choosing to go into vocational training but students talked about a study and job presentation the spring before they went to college gave a good insight in what they could choose from and narrowed their choice.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð, Leiðin að iðnnámi, Anna Kristín.pdf | 750,53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |