is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21922

Titill: 
  • Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru kynntar niðurstöður rannsóknar á tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna í leikskóla. Rannsóknin fór fram á einum leikskóla, á deild með þriggja og fjögurra ára börnum. Gerð var vettvangsathugun þar sem notast var við myndbandsupptökur og vettvangsnótur. Þátttakendur rannsóknarinnar voru alls 16 börn, 7 strákar og 9 stelpur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að algengasta form tilfinningagreindar barna voru samskipti þeirra. Algengasta birtingarform samskipta hjá börnum var að sýna hvert öðru eitthvað. Niðurstöður sýndu að algengasta birtingarform samhygðar var að rétta eða lána hvert öðru. Síðan var algengasta birtingarform sjálfsstjórnar hjá börnum þegar þau brugðust við tillögum annarra. Niðurstöður leiddu jafnframt í ljós að börnin voru ekki dugleg við að hrósa hvert öðru og má því telja að ástæða sé til þess að efla þann þátt hjá börnum.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper will present the results of a study on the role of emotional intelligence during play for three to four year old children in kindergarten. The study was conducted in the department for three to four year old children in one kindergarten. Data was collected using observations, video recordings and field notes. A total of 16 children, 7 boys and 9 girls took part in this study. Results of the study indicated that the most common form of emotional intelligence among children was communication. The most common reason behind communication between the children was to show each other something. The results showed that the most common manifestation of empathy was either to give or lend an item to another child. The most common manifestation of self control among the children took place when they responded to the proposals of others. Results also showed that the children did not often compliment each other, as such this is perhaps something that children need help with to develop further.

Samþykkt: 
  • 8.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Masterinn í PDF.pdf526 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna