is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21925

Titill: 
 • Spjaldtölvur í skólastarfi : áætlun um innleiðingu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þróun samfélagsins kallar á breytta kennsluhætti í skólum, eins og birtist í nýrri aðalnámskrá árið 2013 og Hvítbók menntamálaráðuneytis 2014. Þær kröfur eru gerðar til skóla að þeir undirbúi nemendur fyrir þátttöku í þjóðfélagi sem einkennist af hröðum breytingum og tækninýjungum.
  Í verkefninu er gerð nánari grein fyrir þessum nýju kröfum í menntun og hvernig koma megi til móts við þær með virkri skólaþróun og innleiðingu spjaldtölva í námi og kennslu. Fjallað verður um notkun upplýsingatækni í skólum, upplýsinga- og miðlalæsi og notkun spjaldtölva í skólastarfi. Í framhaldi verður fjallað um skólaþróun og þá þætti sem styðja við hana, svo sem innleiðingu lærdómssamfélags í skólastarf, starfsþróun kennara, virka forystu og skólamenningu.
  Markmið verkefnisins var að búa til hagnýta þróunaráætlun um innleiðingu spjaldtölva í kennslu með það fyrir augum að stuðla að öflugri skólaþróun sem styður við sköpun lærdómssamfélags innan skólans. Við gerð áætlunarinnar var höfð til hliðsjónar rannsóknarspurningin „Hvernig má efla nám og kennslu í grunnskóla með notkun spjaldtölva og styrkja um leið skólann sem lærdómssamfélag?“
  Í niðurstöðum verkefnisins eru færð rök fyrir því að innleiðing á spjaldtölvum í kennslu hafi alla burði til að auka gæði náms, sé vandlega staðið að innleiðingu og áframhaldandi þróun í lok hennar. Vanda þarf til verks í upphafi með góðri skipulagningu og áætlanagerð og leggja þarf ríka áherslu á samstarf kennara og dygga forystu stjórnenda og annarra leiðtoga innan skólans. Svo að raunverulegt lærdómssamfélag þróist innan skólans þurfa allir sem að skólasamfélaginu koma að leggjast á eitt með samvinnu, ígrundun og stöðugu mati á starfinu. Mat á þróunarstarfinu þarf að vera reglulegt þar sem áherslan er á áhrif innleiðingar á nemendur, því eins og í öllu þróunarstarfi er það nám nemenda sem á að vera í forgrunni.

 • Útdráttur er á ensku

  Development of civil society requires changes in teaching methods in schools, as demonstrated in a new curriculum guide from 2013 and Hvítbók from the ministry of education, science and culture published in 2014. Schools are required to prepare students for participation in a society characterized by rapid change and technical improvement.
  The project outlines these new requirements in education and how to accommodate them with active school development and the implementation of tablet computers in teaching and learning. The use of information technology, information and media literacy and the use of tablet computers in schools will be discussed in this thesis. Furthermore will be discussed school development and the factors that support it, such as the introduction of learning communities in schools, professional development of teachers, effective leadership and school culture.
  The aim of the thesis was to create a practical development plan for the introduction of tablet computers in the classroom and by doing so creating a powerful support of learning within the school. With preparation of the thesis was taken into account the research question How can we improve teaching and learning in primary schools using tablet computers and support the school as a learning community?
  In the results of the thesis it can be seen that the introduction of tablet computers in the classroom has the potential to enhance the quality of education. Good organization and planning is essential at the beginning, as is the teamwork between teachers, school administrators and other leaders within the school. Everyone in the school community have to combine with teamwork, reflection and continuous assessment of the job so that real learning community develops within the school.
  Evaluation of the development work needs to be consistent where the emphasis is on the impact of the students because their education must be in the foreground.

Samþykkt: 
 • 8.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21925


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spjaldtölvur í skólastarfi2.pdf891.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna